Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365 Tinni Sveinsson skrifar 14. júlí 2014 15:12 Sævar Freyr gegndi áður stöðu forstjóra Símans. Vísir/Daníel Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. „Sævar Freyr hefur mikla reynslu í rekstri og þekkingu sem mun nýtast 365 á spennandi tímum. Með honum höfum við fengið inn mann sem er þekktur fyrir faglega stjórnun, mann sem hefur verið forstjóri í einu stærsta fyrirtæki landsins. Við höfum háleit markmið fyrir hönd 365 og vitum að Sævar Freyr er einmitt maðurinn til að leiða starfsmenn og félagið áfram til frekari landvinninga. 365 hefur góða stöðu á markaði og reksturinn hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Fyrir hönd 365 vil ég þakka Ara Edwald störf hans í þágu félagsins á undanförnum átta árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórnarformaður 365. „Það eru ákveðin tímamót hjá 365 miðlum um þessar mundir með endurfjármögnun og hlutafjáraukningu og frekari áherslu á þeim nýjum sviðum sem grunnur hefur verið lagður að, svo sem í fjarskiptum. Þetta er því ágætur tími til að söðla um. Ráðning Sævars Freys sem aðstoðarforstjóra var undirbúningur að frekari breytingum á forystu félagsins og ég treysti honum mjög vel til að leiða fyritækið áfram. Þótt róðurinn hafi stundum verið þungur undanfarin ár var siglingin alltaf skemmtileg með frábæru samstarfsfólki, sem ég er þakklátur fyrir að hafa unnið með. Fyrirtækið og vörumerki þess hafa aldrei staðið betur en um þessar mundir og ég kveð fyrirtækið með stolti,“ segir Ari Edwald, fráfarandi forstjóri 365. „Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í 365 á þessum tímapunkti. Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum miðlum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma. Þetta er sterkur grunnur til framtíðar, en það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem hér störfum að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hagstæðu verði. Ég hlakka til að vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég er rétt byrjaður að kynnast. Okkar verkefni verður að efla þjónustuframboð í fjarskipta- og efnisþjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra viðtal við Sævar úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í fréttatilkynningu frá 365 kemur eftirfarandi fram um Sævar Frey:Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann er 43 ára gamall, kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau 3 börn.Sævar Freyr starfaði hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári. Sævar Freyr var þar áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og á undan því framkvæmdastjóri farsímasviðs. Fram að því hafði Sævar Freyr stýrt ýmsum deildum Símans og borið m.a. ábyrgð á þróun, sölu, markaðsmálum, vörustjórnun, viðskiptastýringu og gagnalausnum. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskipta fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa einnig verið í stjórn íslenska Sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.Sævar Freyr er Skagamaður og situr í stjórn Viðskiptaráðs, knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og er í ferða- og atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar.Sú reynsla og þekking sem Sævar Freyr hefur mun nýtast félaginu vel á spennandi tímum. Með ráðningu á Sævari Frey sé 365 að fá mann með mikla reynslu af rekstri, þekktur fyrir faglega stjórnun, verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki í kviku samkeppnisumhverfi. Við hjá 365 erum með stór markmið um vöxt og er Sævar Freyr rétti maðurinn til að leiða fyrirtækið. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. „Sævar Freyr hefur mikla reynslu í rekstri og þekkingu sem mun nýtast 365 á spennandi tímum. Með honum höfum við fengið inn mann sem er þekktur fyrir faglega stjórnun, mann sem hefur verið forstjóri í einu stærsta fyrirtæki landsins. Við höfum háleit markmið fyrir hönd 365 og vitum að Sævar Freyr er einmitt maðurinn til að leiða starfsmenn og félagið áfram til frekari landvinninga. 365 hefur góða stöðu á markaði og reksturinn hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Fyrir hönd 365 vil ég þakka Ara Edwald störf hans í þágu félagsins á undanförnum átta árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórnarformaður 365. „Það eru ákveðin tímamót hjá 365 miðlum um þessar mundir með endurfjármögnun og hlutafjáraukningu og frekari áherslu á þeim nýjum sviðum sem grunnur hefur verið lagður að, svo sem í fjarskiptum. Þetta er því ágætur tími til að söðla um. Ráðning Sævars Freys sem aðstoðarforstjóra var undirbúningur að frekari breytingum á forystu félagsins og ég treysti honum mjög vel til að leiða fyritækið áfram. Þótt róðurinn hafi stundum verið þungur undanfarin ár var siglingin alltaf skemmtileg með frábæru samstarfsfólki, sem ég er þakklátur fyrir að hafa unnið með. Fyrirtækið og vörumerki þess hafa aldrei staðið betur en um þessar mundir og ég kveð fyrirtækið með stolti,“ segir Ari Edwald, fráfarandi forstjóri 365. „Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í 365 á þessum tímapunkti. Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum miðlum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma. Þetta er sterkur grunnur til framtíðar, en það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem hér störfum að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hagstæðu verði. Ég hlakka til að vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég er rétt byrjaður að kynnast. Okkar verkefni verður að efla þjónustuframboð í fjarskipta- og efnisþjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra viðtal við Sævar úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í fréttatilkynningu frá 365 kemur eftirfarandi fram um Sævar Frey:Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann er 43 ára gamall, kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau 3 börn.Sævar Freyr starfaði hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári. Sævar Freyr var þar áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og á undan því framkvæmdastjóri farsímasviðs. Fram að því hafði Sævar Freyr stýrt ýmsum deildum Símans og borið m.a. ábyrgð á þróun, sölu, markaðsmálum, vörustjórnun, viðskiptastýringu og gagnalausnum. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskipta fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa einnig verið í stjórn íslenska Sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.Sævar Freyr er Skagamaður og situr í stjórn Viðskiptaráðs, knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og er í ferða- og atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar.Sú reynsla og þekking sem Sævar Freyr hefur mun nýtast félaginu vel á spennandi tímum. Með ráðningu á Sævari Frey sé 365 að fá mann með mikla reynslu af rekstri, þekktur fyrir faglega stjórnun, verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki í kviku samkeppnisumhverfi. Við hjá 365 erum með stór markmið um vöxt og er Sævar Freyr rétti maðurinn til að leiða fyrirtækið.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira