Til skoðunar að flytja fleiri stofnanir út á land 14. júlí 2014 20:00 VISIR/DANIEL Sú ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar hefur vakið mikla athygli. Deilt hefur verið um lagagrundvöll ákvörðunarinnar og þá hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýnt hana. Líklegt þykir að 35 störf muni flytjast norður á land en um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Greint hefur verið frá því að fáir starfsmenn muni koma til með að flytja með stofnuninni til Akureyrar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir það ekki áhyggjuefni. Starfsmannavelta hafi verið mikil hjá Fiskistofu og þá séu um 30 nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Það verði því ekki erfitt fyrir stofnunina að finna starfsfólk á Akureyri. „Þetta gerist yfir ákveðinn tíma. Einhverjir komast á aldur, einhverjir hefðu hætt hvort eð er, eins og þessi mikla starfsmannavelta undanfarinnar ára gefur til kynna. Svoleiðis að þetta getur átt sér stað að miklu leyti með eðlilegri endurnýjun,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir það athyglisvert hversu mikla athygli það veki þegar opinber störf eru flutt út á land, en það veki mun minni athygli þegar þau eru flutt á höfuðborgarsvæðið. Hann útilokar ekki að fleiri opinberar stofnanir verði fluttar út á land. „Það er auðvitað til skoðunar í ýmsum ráðuneytum að færa stofnanir eða breyta stofnunum. Menn hafa verið að skoða ýmsar sameiningar til dæmis. Það er óhjákvæmilegt að fara í gegnum þetta allt saman, því við þurfum að sýna aðhald og spara, greiða niður skuldir ríkisins,“ segir Sigmundur. Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sú ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar hefur vakið mikla athygli. Deilt hefur verið um lagagrundvöll ákvörðunarinnar og þá hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýnt hana. Líklegt þykir að 35 störf muni flytjast norður á land en um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Greint hefur verið frá því að fáir starfsmenn muni koma til með að flytja með stofnuninni til Akureyrar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir það ekki áhyggjuefni. Starfsmannavelta hafi verið mikil hjá Fiskistofu og þá séu um 30 nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Það verði því ekki erfitt fyrir stofnunina að finna starfsfólk á Akureyri. „Þetta gerist yfir ákveðinn tíma. Einhverjir komast á aldur, einhverjir hefðu hætt hvort eð er, eins og þessi mikla starfsmannavelta undanfarinnar ára gefur til kynna. Svoleiðis að þetta getur átt sér stað að miklu leyti með eðlilegri endurnýjun,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir það athyglisvert hversu mikla athygli það veki þegar opinber störf eru flutt út á land, en það veki mun minni athygli þegar þau eru flutt á höfuðborgarsvæðið. Hann útilokar ekki að fleiri opinberar stofnanir verði fluttar út á land. „Það er auðvitað til skoðunar í ýmsum ráðuneytum að færa stofnanir eða breyta stofnunum. Menn hafa verið að skoða ýmsar sameiningar til dæmis. Það er óhjákvæmilegt að fara í gegnum þetta allt saman, því við þurfum að sýna aðhald og spara, greiða niður skuldir ríkisins,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira