Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli skrifar 14. júlí 2014 14:48 Vísir/Daníel Fylkir kom sér úr botnsæti Pepsi-deildar karla með 2-0 sigri á Fram í miklum fallbaráttuslag. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Fylkismenn á bragðið með marki Elísar Rafns Björnssonar úr vítaspyrnu en gestirnir voru afar ósáttir við þann dóm. Undir lok leiksins varð Tryggvi Bjarnason fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir að hafa stýrt skalla varamannsins Agnars Braga Magnússonar í eigið mark. Fylkismenn unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni síðan í maí en Framarar eru eftir tapið í kvöld í fallsæti þegar tímabilið er hálfnað. Bæði lið voru nokkuð breytt frá síðustu leikjum sínum enda ljóst að breytinga var þörf, miðað við gengi liðanna síðustu vikur og mánuði. Slík voru framherjavandræði liðanna að hjá Fylki var miðjumaðurinn Andrés Már fremstur og hjá Fram varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason. Á bekknum sat hins vegar Björgólfur Takefusa hjá Fram og þá komst Svíinn Sadmir Zakovic ekki í hóp. Framarar vörðust þétt í fyrri hálfleik og beitti skyndisóknum. Tvívegis bar það ágætan árangur en í bæði skiptin fengu gestirnir dauðafæri eftir klaufalegan varnarleik Fylkismanna. Í fyrra skiptið lét Ósvald Jarl Traustason verja frá sér slakt skot en í hitt hitti Arnþór Ari Atlason ekki markið úr góðu færi. Fylkismenn náðu að setja saman nokkrar ágætar sóknir en gekk ekki að skapa sér hættu nema með skotum að utan. Bestu tilraunina átti Oddur Ingi Guðmundsson en Hörður Fannar Björgvinsson varði glæsilega frá honum í marki Fram. Vítaspyrnudómurinn breytti miklu en eftir mark Fylkis var leikurinn að mestu eign heimamanna. Framarar spiluðu með þrjá miðverði og vængbakverði en gekk afar illa að skapa sér færi gegn ágætlega vel skipulagðri vörn heimamanna. Fylkismenn vörðu forskotið vel og þegar annað mark leiksins leit dagsins ljós var niðurstaðan ljós. Fylkismenn höfðu nokkrum sinnum í sumar farið illa að ráði sínu á lokamínútum leikja sinna en í þetta sinn stóðust þeir prófið.Bjarni: Gæðin eru til staðar Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með vítaspyrnudóminn sem breytti leiknum gegn Fylki í kvöld. Árbæingar unnu þá 2-0 sigur. „Þetta voru mikil vonbrigði. Fyrri hálfleikur gekk ágætlega hjá okkur - við vorum þéttir til baka og sköpuðum þrjú færi sem við áttum að nýta betur.“ „En í síðari hálfleik halda menn að þetta verða létt. Þeir voru kærulausir,“ sagði Bjarni sem sagði að vítaspyrnan sem Fylkir skoraði úr hafi verið ansi ódýr. „Miðað við þar sem ég stóð átti brotið sér stað meter fyrir utan teiginn. En ég er ekki búinn að sjá þetta aftur í sjónvarpinu. En það kom far í völlinn eftir tæklinguna og það var vel fyrir utan teiginn.“ Hann segir að fimm manna varnarlína hafi gengið vel í fyrri hálfleik en menn hafi sett meira í sóknina eftir að hafa lent undir. Það hafi opnað fyrir Fylkismenn. „Þá skiptir engu máli hversu margir eru í varnarlínunni. Ef menn halda að þetta verði eitthvað auðvelt þá munum við leka inn mörkum.“ Bjarni styrkti lið Fram með leikmönnum úr neðri deildum en tekur fyrir að stökkið hafi reynst of stórt fyrir þá yfir í efstu deild. „Gæði leikmanna er ekki vandamálið, heldur hugarfar. Menn þurfa að leggja ýmislegt á sig til að spila í efstu deild. Það er ekki nóg að spila góða 45 mínútur hér og fimmtán mínútur þarna. Það þarf að gera betur í efstu deild á Íslandi.“ Hann segir að Fram muni skoða leikmannamarkaðinn þegar opnað verður fyrir félagaskipti á morgun. „En við ætlum ekki að fá leikmann bara til að fá hann. Hann verður þá að vera betri en þeir sem fyrir eru.“Ásmundur: Áttum þetta margfalt inni Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var kampakátur með stigin þrjú sem liðið fékk fyrir sigurinn á Fram. „Það sást á báðum liðum að það voru mikilvæg stig í boði í kvöld. Ég var ánægður með mína menn - þeir börðust fyrir þessum þremur stigum,“ sagði Ásmundur sem ákvað að byrja með Björn Hákon Sveinsson í marki Fylkis í stað Bjarna Þórðar Halldórssonar. Bjarni Þórður fékk á sig jöfnunarmark gegn Fjölni á lokasekúndum leiksins í síðustu umferð og það virðist hafa kostað hann sæti í byrjunarliðinu. „Það hefur gengið upp og niður hjá okkur. Við erum með þrjá markverði í hópnum og nú fékk Björn Hákon tækifærið og við héldum hreinu í leiknum. Þetta reyndist því rétt ákvörðun að þessu sinni.“ Um vítaspyrnudóminn sem færði Fylki fyrsta markið sagði hann um að klárt brot hafi verið að ræða. „En ég sá ekki hvort brotið var innan teigs eða utan hans. Ef ekki þá eigum við þetta inni margfalt.“ Sadmir Zekovic var sem fyrr segir ekki í leikmannahópi Fylkis og Ásmundur segir mögulegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. „Hann komst ekki í hópinn í kvöld. Við sjáum ekki eins og staðan er nú að hann muni spila meira fyrir okkur.“ „Það er svo ekkert í hendi með að fá nýja leikmenn í glugganum. Við erum að skoða það og vonandi getum við náð 1-2 öflugum leikmönnum inn.“ Hann klæddist appelsínugulri peysu í leiknum í kvöld og hún færði Fylkismönnum gæfu. „Ég ætla að reyna að vinna með hana áfram,“ sagði hann í léttum dúr.Kristján: Aðalmálið að vinna Fyrirliði Fylkismanna segir fyrst og fremst jákvætt að hafa unnið baráttusigur gegn Fram í kvöld. „Þetta hefur verið erfitt hjá okkur og sérstaklega jákvætt að fá þrjú stig á heimavelli, loksins. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Kristján. „Við erum að reyna að fínstilla okkar lið og finna lausnir. Í dag var það þéttleikinn og baráttan sem var í aðalhlutverki. Við vorum heppnir að fá þessu mörk en ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa klárað þennan mikla baráttuleik með sigri.“ Hann segir að Fylkismenn hafi ekki lagt leikinn upp sem úrslitaleik fyrir tímabilið enda bæði lið í harðri fallbaráttu. „Við þurfum á öllum stigum að halda, hvort sem úr þessum leik eða öðrum. Aðalmálið var að vinna þennan heimaleik.“ Fyrirliðinn fagnar því að endurheimta menn eins og Agnar Braga og Kjartan Ágúst úr meiðslum. „Svo höfum við að vera bíða eftir Finni [Ólafssyni] og það er vonandi að þeir komi allir sterkir inn í seinni umferðinni. Það hleypir meiri samkeppni í liðið og við þurfum á því að halda.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fylkir kom sér úr botnsæti Pepsi-deildar karla með 2-0 sigri á Fram í miklum fallbaráttuslag. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Fylkismenn á bragðið með marki Elísar Rafns Björnssonar úr vítaspyrnu en gestirnir voru afar ósáttir við þann dóm. Undir lok leiksins varð Tryggvi Bjarnason fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir að hafa stýrt skalla varamannsins Agnars Braga Magnússonar í eigið mark. Fylkismenn unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni síðan í maí en Framarar eru eftir tapið í kvöld í fallsæti þegar tímabilið er hálfnað. Bæði lið voru nokkuð breytt frá síðustu leikjum sínum enda ljóst að breytinga var þörf, miðað við gengi liðanna síðustu vikur og mánuði. Slík voru framherjavandræði liðanna að hjá Fylki var miðjumaðurinn Andrés Már fremstur og hjá Fram varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason. Á bekknum sat hins vegar Björgólfur Takefusa hjá Fram og þá komst Svíinn Sadmir Zakovic ekki í hóp. Framarar vörðust þétt í fyrri hálfleik og beitti skyndisóknum. Tvívegis bar það ágætan árangur en í bæði skiptin fengu gestirnir dauðafæri eftir klaufalegan varnarleik Fylkismanna. Í fyrra skiptið lét Ósvald Jarl Traustason verja frá sér slakt skot en í hitt hitti Arnþór Ari Atlason ekki markið úr góðu færi. Fylkismenn náðu að setja saman nokkrar ágætar sóknir en gekk ekki að skapa sér hættu nema með skotum að utan. Bestu tilraunina átti Oddur Ingi Guðmundsson en Hörður Fannar Björgvinsson varði glæsilega frá honum í marki Fram. Vítaspyrnudómurinn breytti miklu en eftir mark Fylkis var leikurinn að mestu eign heimamanna. Framarar spiluðu með þrjá miðverði og vængbakverði en gekk afar illa að skapa sér færi gegn ágætlega vel skipulagðri vörn heimamanna. Fylkismenn vörðu forskotið vel og þegar annað mark leiksins leit dagsins ljós var niðurstaðan ljós. Fylkismenn höfðu nokkrum sinnum í sumar farið illa að ráði sínu á lokamínútum leikja sinna en í þetta sinn stóðust þeir prófið.Bjarni: Gæðin eru til staðar Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með vítaspyrnudóminn sem breytti leiknum gegn Fylki í kvöld. Árbæingar unnu þá 2-0 sigur. „Þetta voru mikil vonbrigði. Fyrri hálfleikur gekk ágætlega hjá okkur - við vorum þéttir til baka og sköpuðum þrjú færi sem við áttum að nýta betur.“ „En í síðari hálfleik halda menn að þetta verða létt. Þeir voru kærulausir,“ sagði Bjarni sem sagði að vítaspyrnan sem Fylkir skoraði úr hafi verið ansi ódýr. „Miðað við þar sem ég stóð átti brotið sér stað meter fyrir utan teiginn. En ég er ekki búinn að sjá þetta aftur í sjónvarpinu. En það kom far í völlinn eftir tæklinguna og það var vel fyrir utan teiginn.“ Hann segir að fimm manna varnarlína hafi gengið vel í fyrri hálfleik en menn hafi sett meira í sóknina eftir að hafa lent undir. Það hafi opnað fyrir Fylkismenn. „Þá skiptir engu máli hversu margir eru í varnarlínunni. Ef menn halda að þetta verði eitthvað auðvelt þá munum við leka inn mörkum.“ Bjarni styrkti lið Fram með leikmönnum úr neðri deildum en tekur fyrir að stökkið hafi reynst of stórt fyrir þá yfir í efstu deild. „Gæði leikmanna er ekki vandamálið, heldur hugarfar. Menn þurfa að leggja ýmislegt á sig til að spila í efstu deild. Það er ekki nóg að spila góða 45 mínútur hér og fimmtán mínútur þarna. Það þarf að gera betur í efstu deild á Íslandi.“ Hann segir að Fram muni skoða leikmannamarkaðinn þegar opnað verður fyrir félagaskipti á morgun. „En við ætlum ekki að fá leikmann bara til að fá hann. Hann verður þá að vera betri en þeir sem fyrir eru.“Ásmundur: Áttum þetta margfalt inni Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var kampakátur með stigin þrjú sem liðið fékk fyrir sigurinn á Fram. „Það sást á báðum liðum að það voru mikilvæg stig í boði í kvöld. Ég var ánægður með mína menn - þeir börðust fyrir þessum þremur stigum,“ sagði Ásmundur sem ákvað að byrja með Björn Hákon Sveinsson í marki Fylkis í stað Bjarna Þórðar Halldórssonar. Bjarni Þórður fékk á sig jöfnunarmark gegn Fjölni á lokasekúndum leiksins í síðustu umferð og það virðist hafa kostað hann sæti í byrjunarliðinu. „Það hefur gengið upp og niður hjá okkur. Við erum með þrjá markverði í hópnum og nú fékk Björn Hákon tækifærið og við héldum hreinu í leiknum. Þetta reyndist því rétt ákvörðun að þessu sinni.“ Um vítaspyrnudóminn sem færði Fylki fyrsta markið sagði hann um að klárt brot hafi verið að ræða. „En ég sá ekki hvort brotið var innan teigs eða utan hans. Ef ekki þá eigum við þetta inni margfalt.“ Sadmir Zekovic var sem fyrr segir ekki í leikmannahópi Fylkis og Ásmundur segir mögulegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. „Hann komst ekki í hópinn í kvöld. Við sjáum ekki eins og staðan er nú að hann muni spila meira fyrir okkur.“ „Það er svo ekkert í hendi með að fá nýja leikmenn í glugganum. Við erum að skoða það og vonandi getum við náð 1-2 öflugum leikmönnum inn.“ Hann klæddist appelsínugulri peysu í leiknum í kvöld og hún færði Fylkismönnum gæfu. „Ég ætla að reyna að vinna með hana áfram,“ sagði hann í léttum dúr.Kristján: Aðalmálið að vinna Fyrirliði Fylkismanna segir fyrst og fremst jákvætt að hafa unnið baráttusigur gegn Fram í kvöld. „Þetta hefur verið erfitt hjá okkur og sérstaklega jákvætt að fá þrjú stig á heimavelli, loksins. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Kristján. „Við erum að reyna að fínstilla okkar lið og finna lausnir. Í dag var það þéttleikinn og baráttan sem var í aðalhlutverki. Við vorum heppnir að fá þessu mörk en ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa klárað þennan mikla baráttuleik með sigri.“ Hann segir að Fylkismenn hafi ekki lagt leikinn upp sem úrslitaleik fyrir tímabilið enda bæði lið í harðri fallbaráttu. „Við þurfum á öllum stigum að halda, hvort sem úr þessum leik eða öðrum. Aðalmálið var að vinna þennan heimaleik.“ Fyrirliðinn fagnar því að endurheimta menn eins og Agnar Braga og Kjartan Ágúst úr meiðslum. „Svo höfum við að vera bíða eftir Finni [Ólafssyni] og það er vonandi að þeir komi allir sterkir inn í seinni umferðinni. Það hleypir meiri samkeppni í liðið og við þurfum á því að halda.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira