Innlent

„Svona stór hópur manna fer varla á milli mála“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Grafarvogur í Reykjavík
Grafarvogur í Reykjavík Vísir/Vilhelm
„Rannsóknin er á algjöru frumstigi og við höfum afskaplega litar upplýsingar um nákvæma atburðarás að svo stöddu,“ segir Árni Þór Sigmundsson stöðvarstjóri lögreglustöðvar 4, sem fer með rannsókn máls sem kom upp um helgina þegar hópur manna réðist á og lömdu mann á fertugsaldri, meðal annars með golfkylfum.

Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi skömmu fyrir miðnætti á laugardag.

Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn með áverka víðs vegar um skrokkinn og blæddi í gegnum bol sem hann var í. Einnig var hann með sprungna vör.

Árásarmennirnir sem allir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang höfðu einnig brotið rúðu í húsi sem maðurinn var við og var hann var fluttur á slysadeild í lögreglubifreið.

Árni segir að lítið sé hægt að staðfesta að svo stöddu og að eina vitneskjan sem lögreglan hafi af málinu komi frá fórnarlambinu sem tilkynnti um árásina. Maðurinn sem ráðist var á segist ekki þekkja til þeirra sem veittust að honum og áætlað hann að þeir væru á annan tug.

Hann biðlar því til allra þeirra sem gætu haft upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða hringja beint í lögreglustöð 4 sem sér um rannsókn málsins í númerið 444-1180.

„Svona stór hópur manna fer varla á milli mála,“ bætir Árni við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×