Fótbolti

Lahm: Verður að vera með besta liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philipp Lahm lyftir styttunni góðu.
Philipp Lahm lyftir styttunni góðu. Vísir/Getty
Philipp Lahm var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa lyft heimsmeistarastyttunni góðu eftir sigur Þjóðverja á Argentínumönnum í framlengdum úrslitaleik HM í kvöld.

"Hvort sem við höfum bestu einstaklinganna eða hvað, það skiptir ekki máli. Þú verður að vera með besta liðið," sagði Lahm og bætti við:

"Við stigum upp hvað eftir annað í mótinu, létum ekkert trufla okkur og héldum okkar striki.

"Það er ótrúleg tilfinning að standa uppi sem heimsmeistari. Liðið hefur haldið ró og verið þolinmótt," sagði fyrirliðinn að lokum.

Andre Schurrle, sem lagði upp sigurmarkið fyrir Mario Götze, átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð eftir leikinn.

"Þetta besta stund lífs míns. Ég grét af gleði. Tárin hættu ekki að renna," sagði framherjinn.

"Draumurinn var alltaf að verða heimsmeistari. Við hlökkum svo til að fagna með stuðningsmönnum okkar í Berlín á morgun."


Tengdar fréttir

Úrvalslið Argentínu á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro.

Úrvalslið Þýskalands á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×