Hafdís vann til fernra gullverðlauna | Tvöfalt aldursflokkamet Sindra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2014 19:30 Hafdís vann til fernra gullverðlauna í dag. Vísir/Auðunn Keppni er lokið á fyrri degi 88. Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram á Kaplakrikavelli um helgina. Það er óhætt að segja að Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hafi verið kona dagsins. Eins og greint var frá fyrr í dag vann hún til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi og Hafdís bætti svo tveimur gullverðlaunum við með því að sigra í 400m hlaupi, auk þess sem hún var hluti af sigurliði UFA í 4x100m boðhlaupi. Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og setti þar með mótsmet, en hin 14 ára Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, kom næst í mark á 56,87 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA, hafnaði í 3. sæti á tímanum 57,98 sekúndum. Sveit UFA í 4x100m boðhlaupi kom í mark á 48,42 sekúndum, en A sveit ÍR (48,76) og Sveit FH (49,89) komu næstar. Sveit ÍR varð hlutskörpust í 4x100m boðhlaupi karla, en hún setti mótsmet með því að koma í mark 42,47 sekúndum. Sveitir UMSS og UFA komu næstar á tímunum 43,38 og 44,56 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 1500m hlaupi kvenna.Vísir/DaníelÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sigraði í 1500m hlaupi á tímanum 4:27,93 mínútum. María Birkisdóttir, USÚ, kom næst í mark á 4:53,89 mínutum og Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölnir, hafnaði í þriðja sæti á tímanum 4:54,87. ÍR-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í 1500m hlaupi karla. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark á 3:55,94 mínútum, en þeir Sæmundur Ólafsson (4:06,20) og Daníel Freyr Garðarsson (4:06,73) komu næstir.Ásdís Hjálmsdóttir kastaði 55,51 metra í dag.Vísir/AFPÁsdís Hjálmsdóttir, Ármanni, vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna, en hún kastaði spjótinu lengst 55,51 metra. Ásdís á Íslandsmetið í greinni sem hún setti á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, en þá kastaði hún spjótinu 62,77 metra. FH-ingurinn Thea Imani Sturludóttir hafnaði í öðru sæti (41,74) og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, í því þriðja (37,63). Blikinn Sindri Hrafn Guðmundsson hafði sigur í karlaflokki, en hann kastaði spjótinu 77,28 metra. Með kastinu setti Sindri tvöfalt aldursflokkamet, bæði í flokki 18-19 ára og 20-22 ára.Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 76,47 metra og Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármanni, í því þriðja, en hann kastaði spjótinu 68,58 metra. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson bar sigur úr býtum í 400m hlaupi karla, en hann kom í mark á 49,33 sekúndum, rúmri sekúndu á undan Kristni Þór Kristinssyni (50,48) úr HSK/Umf. Selfossi. Daníel Þórarinsson kom þriðji í mark á 50,51 sekúndum.Kristinn Torfason vann sigur í langstökki karla.Í langstökki karla sigraði Kristinn Torfason, FH, en hann stökk 7,23 metra. ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson (6,91m) og Juan Ramón Borges Bosque (6,67m) röðuðu sér í næstu sæti.Hermann Þór Haraldsson, FH, og Einar Daði Lárusson, ÍR, deildu gullverðlaununum í hástökki karla, en þeir stukku báðir 1,96 metra. Styrmir Dan Steingrímsson, HSK/Umf. Selfossi, fékk bronsverðlaun fyrir stökk upp á 1,93 metra.Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir, UFA, sigraði í stangarstökki kvenna, en hún lyfti sér yfir 3,42 metra. ÍR-ingurinn Auður María Óskarsdóttir gerði slíkt hið sama en Rakel féll gullið þar sem hún fór yfir í fyrstu tilraun. Bronsverðlaunin féllu Bogey Ragnheiði Leósdóttir, ÍR, í skaut, en hún lyfti sér yfir 3,32 metra. Keppni heldur áfram á morgun. Upplýsingar um sigurvegara eru fengnar frá FRÍ og upplýsingar um mótsmet frá mbl.is/sport. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41 Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Keppni er lokið á fyrri degi 88. Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram á Kaplakrikavelli um helgina. Það er óhætt að segja að Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hafi verið kona dagsins. Eins og greint var frá fyrr í dag vann hún til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi og Hafdís bætti svo tveimur gullverðlaunum við með því að sigra í 400m hlaupi, auk þess sem hún var hluti af sigurliði UFA í 4x100m boðhlaupi. Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og setti þar með mótsmet, en hin 14 ára Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, kom næst í mark á 56,87 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA, hafnaði í 3. sæti á tímanum 57,98 sekúndum. Sveit UFA í 4x100m boðhlaupi kom í mark á 48,42 sekúndum, en A sveit ÍR (48,76) og Sveit FH (49,89) komu næstar. Sveit ÍR varð hlutskörpust í 4x100m boðhlaupi karla, en hún setti mótsmet með því að koma í mark 42,47 sekúndum. Sveitir UMSS og UFA komu næstar á tímunum 43,38 og 44,56 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 1500m hlaupi kvenna.Vísir/DaníelÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sigraði í 1500m hlaupi á tímanum 4:27,93 mínútum. María Birkisdóttir, USÚ, kom næst í mark á 4:53,89 mínutum og Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölnir, hafnaði í þriðja sæti á tímanum 4:54,87. ÍR-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin í 1500m hlaupi karla. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark á 3:55,94 mínútum, en þeir Sæmundur Ólafsson (4:06,20) og Daníel Freyr Garðarsson (4:06,73) komu næstir.Ásdís Hjálmsdóttir kastaði 55,51 metra í dag.Vísir/AFPÁsdís Hjálmsdóttir, Ármanni, vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna, en hún kastaði spjótinu lengst 55,51 metra. Ásdís á Íslandsmetið í greinni sem hún setti á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, en þá kastaði hún spjótinu 62,77 metra. FH-ingurinn Thea Imani Sturludóttir hafnaði í öðru sæti (41,74) og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, í því þriðja (37,63). Blikinn Sindri Hrafn Guðmundsson hafði sigur í karlaflokki, en hann kastaði spjótinu 77,28 metra. Með kastinu setti Sindri tvöfalt aldursflokkamet, bæði í flokki 18-19 ára og 20-22 ára.Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í öðru sæti með kasti upp á 76,47 metra og Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármanni, í því þriðja, en hann kastaði spjótinu 68,58 metra. ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson bar sigur úr býtum í 400m hlaupi karla, en hann kom í mark á 49,33 sekúndum, rúmri sekúndu á undan Kristni Þór Kristinssyni (50,48) úr HSK/Umf. Selfossi. Daníel Þórarinsson kom þriðji í mark á 50,51 sekúndum.Kristinn Torfason vann sigur í langstökki karla.Í langstökki karla sigraði Kristinn Torfason, FH, en hann stökk 7,23 metra. ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson (6,91m) og Juan Ramón Borges Bosque (6,67m) röðuðu sér í næstu sæti.Hermann Þór Haraldsson, FH, og Einar Daði Lárusson, ÍR, deildu gullverðlaununum í hástökki karla, en þeir stukku báðir 1,96 metra. Styrmir Dan Steingrímsson, HSK/Umf. Selfossi, fékk bronsverðlaun fyrir stökk upp á 1,93 metra.Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir, UFA, sigraði í stangarstökki kvenna, en hún lyfti sér yfir 3,42 metra. ÍR-ingurinn Auður María Óskarsdóttir gerði slíkt hið sama en Rakel féll gullið þar sem hún fór yfir í fyrstu tilraun. Bronsverðlaunin féllu Bogey Ragnheiði Leósdóttir, ÍR, í skaut, en hún lyfti sér yfir 3,32 metra. Keppni heldur áfram á morgun. Upplýsingar um sigurvegara eru fengnar frá FRÍ og upplýsingar um mótsmet frá mbl.is/sport.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41 Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Öruggur sigur Hilmars Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum. 12. júlí 2014 14:41
Tvöfaldur sigur Hafdísar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli. 12. júlí 2014 15:18