Stefna ríkinu vegna handtöku og húsleita Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2014 23:08 Mennirnir voru handteknir í tengslum við uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar. Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn. Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku og húsleitar. Mennirnir tveir, lögfræðingur og starfsmaður fjarskiptafyrirtækis, voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Þeir fengu fyrir stuttu bréf frá ríkissaksóknara þar sem þeim var tilkynnt að málið yrði fellt niður án þess að til ákæru kæmi. „Nú þegar ríkissaksóknari hefur staðfest að skjólstæðingar mínir hafa ekki gerst sekir um neina refsiverða háttsemi hafa þeir í hyggja að leita réttar síns vegna málsins,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannanna. „Aðfarir lögreglu einkenndust af undarlegu offorsi og aldrei lá fyrir nein skiljanleg ástæða fyrir aðgerðum þeirra. Engum trúnaðarupplýsingum hafði verið deilt á lokuðum spjallhópi og það er algerlega á huldu hvernig lögregla fékk þá hugmynd að slíkt hefði átt sér stað,“ bætir hann við.Mennirnir handteknir í vinnunni Garðar Steinn segir að stór hópur lögreglumanna hafi handtekið saklausa menn á vinnustað þeirra. Fyrirsjáanleg afleiðing þess hafi að sjálfsögðu verið sú að ásökun ein nægði til að þeir misstu vinnu sína. „Skjólstæðingar mínir sættu einnig húsleit og nánast öll raftæki sem þeir áttu voru haldlögð. Þá var haldlagður tölvubúnaður í eigu fjölskyldu þeirra og vinnustaða, sem lögregla hafði enga heimild til að gera,“ segir hann. Mennirnir hafi síðan verið vistaðir í einangrun í alla þá 24 tíma sem lög leyfa að halda mönnum án þess að færa þá fyrir dómara. Hvorki á meðan þeir voru geymdir í einangrun né á síðari stigum málsins hafi lögregla getað útskýrt hvaða trúnaðarupplýsingum þeir töldu mennina hafa deilt sín á milli. „Ég veit ekki enn hvers vegna þetta mál hófst, en ég tel nauðsynlegt að fara vandlega yfir það hvað kemur til þegar lögregla grípur til svona harkalegra aðgerða án þess að hafa neitt í höndum sem bendir til að lögbrot hafi átt sér stað,“ segir Garðar Steinn.Tölvur haldlagðar án dómsúrskurðar Þá sé það sérstaklega varhugavert að lögregla hafi haldlagt tölvur í eigu lögmannsstofu og fjarskiptafyrirtækis án dómsúrskurðs. „Það er mjög hættulegt fordæmi að lögregla geti þannig komist yfir trúnaðarupplýsingar um fjölmarga aðila sem ekkert tengjast neinni rannsókn sem er í gangi,“ segir Garðar Steinn.
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira