Kynna ungu fólki rétt sinn á hátíðum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 15:09 Vísir/Stefán Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Snarrótin samtök um borgaraleg réttindi, ætla að dreifa plakötum og spjöldum um réttindi einstaklinga í samskiptum við lögreglu. Meðlimir samtakana munu dreifa spjöldunum á tónlistarhátíðum í sumar. „Við vildum fara af stað með vakningu svo fólk bæði þekki réttindi sín, sé meðvitað um þau og vonandi stöðva brot gegn venjulegu fólki,“ segir Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar í samtali við Vísi. „Við erum ótrúlega stolt af þessu. Spjaldið kemur tvíbrotið í nafnspjaldastærð, svo allir geti haft það í vasanum. Við reyndum að koma öllum mikilvægum upplýsingum á spjaldið.“ Júlía segir að ákveðið hafi verið að bregðast við eftir Secret Solstice hátíðina sem haldin var í Laugardalnum fyrr í sumar. Þá gagnrýndi Snarrótin framferði lögreglu. „Þetta er það sem við köllum „Cultural-profiling“, gegn ungu fólki sem að hlustar á ákveðna tegund af tónlist.“ Spjöldin og plakötin voru gerð í samstarfi við Gísla Tryggvason lögmann. Júlía segir hann hafa verið í samráði við aðra lögmenn og lögreglu. Júlía segir Snarrótina vilja að tekið sé á öllum vandamálum þegar þau komi upp og mikilvægt sé að koma fram við lögreglumenn af virðingu og sýna störfum þeirra skilning. „Núna virðist þó eins og lögreglan sé sú sem er að búa til vandamálin,“ segir Júlía. Núna um helgina verður Snarrótin á Eistnaflugi á Neskaupstað auk þess verða meðlimir Snarrótarinnar á fleiri hátíðum í sumar. „Þeir á Eistnaflugi voru boðnir og búnir til að leyfa okkur að dreifa þessu og láta plakötin liggja frammi. Því ég held að þeir séu ekkert sérstaklega sáttir við hvernig lögreglan hefur gengið fram þar,“ segir Júlía.Mynd/SnarrótinMynd/Snarrótin
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira