Erlent

Umfangsmiklar viðskiptaþvinganir gegn Rússum

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín er undir miklum þrýstingi þessa dagana.
Vladimír Pútín er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Vísir/AP
Stjörnvöld í Bandaríkjunum og aðildarríkjum Evrópusambandsins samþykktu fyrr í dag umfangsmiklar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna deilunnar í Úkraínu.

Viðskiptaþvingununum er beint gegn rússneskum aðilum í olíugeiranum, orkugeiranum og vopnaframleiðslu. Þá verður aðgengi rússneskra banka að fjármagni takmarkað.

Í frétt Reuters segir að aðgerðirnar séu liður í að auka þann kostnað sem leggst á rússnesk stjórnvöld vegna stuðnings þeirra við aðskilnaðarsinna í Úkraínu.

Rússar hafa hafnað ásökunum stjórnvalda í Bandaríkjunum og aðildarríkjum ESB um að hafa séð aðskilnaðarmönnum í austurhluta Úkraínu fyrir vopnum.

Til stendur að frysta eignir og takmarka ferðir ákveðinna einstaklinga en búist er við að listi með nöfnum þeirra einstaklinga sem þvinganirnar ná til verði birtur á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×