5 einföld ráð til þess að borða hollari fæðu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 29. júlí 2014 09:00 Vísir/Getty Algengt er að fólk telji það flókið og tímafrekt að borða heilsusamlega í nútímasamfélagi. Mikið er um unnar matvörur og eru flestar þeirra fullar af skaðlegum efnum sem stuðla að offitu og öðrum lífstílssjúkdómum. Það er því mikilvægt fyrir neytendur að vanda valið í matvöruverslunum.Hvað getur þú gert til þess að vernda þig?Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður. Gróði er helsta markmið flestra matvælafyrirtækja og veitingastaða og er heilsa almennings ekki í fyrirrúmi þegar kemur að framleiðslu matvælanna. Hér koma 5 einföld ráð til þess að hafa í huga í matarinnkaupum:Veldu náttúrulegt. Ef maturinn þinn er búinn til á rannsóknarstofu þá eru allar líkur á því að hann sé ekki mjög hollur. Reyndu frekar að velja náttúruleg matvæli, þau eru mun hollari og næringarríkari.Veldu lífrænt þegar þú getur. Skordýraeitur og önnur kemísk efni á matvælum geta verið skaðleg heilsunni. Veldu alltaf lífrænt framyfir hitt þegar þú hefur kost á til þess að vera viss um að varan sem þú kaupir sé sem hollust.Borðaðu meira úr plönturíkinu. Til þess að fá eins mikla næringu og þú mögulega getur reyndu að hafa grænmeti sem stærstan hluta af þinni fæðuinntöku. Eigðu alltaf til nóg af fersku grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og trefjaríku kornmeti í eldhúsinu. Ef það er auðvelt að nálgast hollan mat þá er minni hætta á að freistast til þess að fá sér eitthvað óhollt. Forðastu unninn mat. Ef þú lest á pakkningar matvæla og þekkir ekki heitin á hráefnunum í innihaldslýsingunni, leggðu þau frá þér og veldu frekar óunnar og náttúrulegar vörur án allra skaðlegra aukaefna.Slepptu gosi og öðrum drykkjum með viðbættum sykri. Of mikill sykur er skaðlegur heilsunni og gosdrykkir innihalda mikið magn sykurs. Varaðu þig þó einnig á sykurskertum drykkjum, þeir geta verið enn óhollari en þeir sykruðu. Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Algengt er að fólk telji það flókið og tímafrekt að borða heilsusamlega í nútímasamfélagi. Mikið er um unnar matvörur og eru flestar þeirra fullar af skaðlegum efnum sem stuðla að offitu og öðrum lífstílssjúkdómum. Það er því mikilvægt fyrir neytendur að vanda valið í matvöruverslunum.Hvað getur þú gert til þess að vernda þig?Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður. Gróði er helsta markmið flestra matvælafyrirtækja og veitingastaða og er heilsa almennings ekki í fyrirrúmi þegar kemur að framleiðslu matvælanna. Hér koma 5 einföld ráð til þess að hafa í huga í matarinnkaupum:Veldu náttúrulegt. Ef maturinn þinn er búinn til á rannsóknarstofu þá eru allar líkur á því að hann sé ekki mjög hollur. Reyndu frekar að velja náttúruleg matvæli, þau eru mun hollari og næringarríkari.Veldu lífrænt þegar þú getur. Skordýraeitur og önnur kemísk efni á matvælum geta verið skaðleg heilsunni. Veldu alltaf lífrænt framyfir hitt þegar þú hefur kost á til þess að vera viss um að varan sem þú kaupir sé sem hollust.Borðaðu meira úr plönturíkinu. Til þess að fá eins mikla næringu og þú mögulega getur reyndu að hafa grænmeti sem stærstan hluta af þinni fæðuinntöku. Eigðu alltaf til nóg af fersku grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og trefjaríku kornmeti í eldhúsinu. Ef það er auðvelt að nálgast hollan mat þá er minni hætta á að freistast til þess að fá sér eitthvað óhollt. Forðastu unninn mat. Ef þú lest á pakkningar matvæla og þekkir ekki heitin á hráefnunum í innihaldslýsingunni, leggðu þau frá þér og veldu frekar óunnar og náttúrulegar vörur án allra skaðlegra aukaefna.Slepptu gosi og öðrum drykkjum með viðbættum sykri. Of mikill sykur er skaðlegur heilsunni og gosdrykkir innihalda mikið magn sykurs. Varaðu þig þó einnig á sykurskertum drykkjum, þeir geta verið enn óhollari en þeir sykruðu.
Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira