Enski boltinn

Monk himinlifandi með Gylfa

Mynd/Swanseacity.net
Gary Monk, þjálfari Swansea, er himinlifandi með að hafa fengið Gylfa Þór Sigurðsson til liðs við Swansea.

Gylfi gekk, eins og flestir vita, í raðir Swansea í vikunni, en Monk er gríðarlega ánægður með að vera búinn að klófesta Gylfa. Hann segir að hann hafi reynt það í allt sumar.

„Gylfi er leikmaður sem ég vildi fá inn í hópinn vegna gæðana sem hann býr yfir og mörkin sem hann skorar eru mikilvæg. Hann er mikilvæg viðbót við okkar hóp. Við höfðum reynt að fá hann í allt sumar og það tókst," sagði Gary Monk og er himinlifandi með Gylfa.

„Hann þekkir klúbbinn, stuðningsmennina og hverju er óskað eftir frá honum. Hann getur skorað mörk, búið til færi og getur spilað í fleiri en einni stöðu."

„Hann er frábær nemandi. Hann er snöggur að læra hluti og það er ein ástæða þess að ég keypti hann. Einnig er hann góður náungi og virkar vel í hóp," sagði Monk og var ekki hættur.

„Hann spilaði fullt af leikjum fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og í Evropudeildinni. Hann er klárlega leikmaður fyrir efstu sex liðin í deildinni og það er frábært fyrir okkur að fá hann. Ég held að öllum hlakki til að sjá hann í Swansea treyjunni á ný," sagði Monk að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×