Sjö leiðir til þess að nota matarsóda Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 25. júlí 2014 11:00 Vísir/Getty Þeir sem lifa grænum lífstíl kannast ábyggilega vel við matarsóda og hans frábæru eiginleika. Matarsódi er neflilega ekki bara góður í bakstur heldur gagnast hann í ótrúlega margt annað. Það er til dæmis hægt að nota hann í staðinn fyrir sumar snyrtivörur til þess að forðast óæskileg eiturefni, til þess að vera umhverfisvænni og sem sparnaðarráð. Hér höfum við tekið saman sjö leiðir til þess að nota matarsóda. 1. Til þess að hreinsa hárið. Það er hægt að nota matarsóda til þess að hreinsa hárið af öllum þeim efnum sem hafa safnast upp í hárinu með notkun hárvara. Þvoðu hárið með 1/2 bolla af matarsóda og og heitu vatni á tveggja vikna fresti, þá losaru þig við öll aukaefni sem safnast hafa upp. Ef hárið verður of þurrt með þessari aðferð er hægt að bæta við matarsódann 1/2 bolla af eplaediki. 2. Þurrsjampó Á þeim dögum sem ekki gefst tími til þess að fara í sturtu á morgnanna er tilvalið að skella smá matarsóda í hárið til þess að það líti betur út. Settu 1-2 matskeiðar af matarsóda í hársvörðinn, nuddaðu vel og greiddu svo restina úr hárinu. 3. Til þess að þvo andlit og fjarlægja farða. Matarsódi er frábær til þess að þvo andlitið og ná af farða í lok dagsins. Helltu 1 matskeið í lófann ásamt nokkrum dropum af vatni og nuddaðu vel yfir allt andlitið að undanskildum augunum. Hreinsaðu vel af með vatni í lokin og þá er andlitið orðið tandurhreint. 4. Matarsóda bað Það er fátt meira slakandi en gott bað. Helltu 1/2 bolla af matarsóda út í heitt bað og njóttu. Húðin verður endurnærð og mjúk á eftir. 5.Fótabað fyrir þreytta fætur Blandaðu 2-3 matskeiðum af matarsóda út í fótabaðið og bættu við nokkrum dropum af lavender ilmkjarnaolíu. Dýfðu fótunum ofan í baðið og slakaðu á í 15 mínútur. 6. Til þess að gera tennurnar hvítari Fáðu hvítar og fallegar tennur með matarsóda. Blandaðu saman 6 teskeiðum af matarsóda, 1/3 teskeið af salti og örlitlu vatni. Dýfðu tannburstanum í blönduna og burstaðu tennurnar vel og vandlega með blöndunni. 7. Andlitsmaski Notaðu matvinnsluvél eða blandara til þess að blanda saman einum hluta af matarsóda á móti tveimur af haframjöli, nokkrum dropum af hunangi og örlitlu vatni og þá er kominn þessi fíni andlitsmaski.Berðu á andlit og hafðu á í 10-15 mínútur. Þvoðu af með volgu vatni og húðin verður silkimjúk og endurnærð á eftir. Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þeir sem lifa grænum lífstíl kannast ábyggilega vel við matarsóda og hans frábæru eiginleika. Matarsódi er neflilega ekki bara góður í bakstur heldur gagnast hann í ótrúlega margt annað. Það er til dæmis hægt að nota hann í staðinn fyrir sumar snyrtivörur til þess að forðast óæskileg eiturefni, til þess að vera umhverfisvænni og sem sparnaðarráð. Hér höfum við tekið saman sjö leiðir til þess að nota matarsóda. 1. Til þess að hreinsa hárið. Það er hægt að nota matarsóda til þess að hreinsa hárið af öllum þeim efnum sem hafa safnast upp í hárinu með notkun hárvara. Þvoðu hárið með 1/2 bolla af matarsóda og og heitu vatni á tveggja vikna fresti, þá losaru þig við öll aukaefni sem safnast hafa upp. Ef hárið verður of þurrt með þessari aðferð er hægt að bæta við matarsódann 1/2 bolla af eplaediki. 2. Þurrsjampó Á þeim dögum sem ekki gefst tími til þess að fara í sturtu á morgnanna er tilvalið að skella smá matarsóda í hárið til þess að það líti betur út. Settu 1-2 matskeiðar af matarsóda í hársvörðinn, nuddaðu vel og greiddu svo restina úr hárinu. 3. Til þess að þvo andlit og fjarlægja farða. Matarsódi er frábær til þess að þvo andlitið og ná af farða í lok dagsins. Helltu 1 matskeið í lófann ásamt nokkrum dropum af vatni og nuddaðu vel yfir allt andlitið að undanskildum augunum. Hreinsaðu vel af með vatni í lokin og þá er andlitið orðið tandurhreint. 4. Matarsóda bað Það er fátt meira slakandi en gott bað. Helltu 1/2 bolla af matarsóda út í heitt bað og njóttu. Húðin verður endurnærð og mjúk á eftir. 5.Fótabað fyrir þreytta fætur Blandaðu 2-3 matskeiðum af matarsóda út í fótabaðið og bættu við nokkrum dropum af lavender ilmkjarnaolíu. Dýfðu fótunum ofan í baðið og slakaðu á í 15 mínútur. 6. Til þess að gera tennurnar hvítari Fáðu hvítar og fallegar tennur með matarsóda. Blandaðu saman 6 teskeiðum af matarsóda, 1/3 teskeið af salti og örlitlu vatni. Dýfðu tannburstanum í blönduna og burstaðu tennurnar vel og vandlega með blöndunni. 7. Andlitsmaski Notaðu matvinnsluvél eða blandara til þess að blanda saman einum hluta af matarsóda á móti tveimur af haframjöli, nokkrum dropum af hunangi og örlitlu vatni og þá er kominn þessi fíni andlitsmaski.Berðu á andlit og hafðu á í 10-15 mínútur. Þvoðu af með volgu vatni og húðin verður silkimjúk og endurnærð á eftir.
Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira