„Við getum ekki tryggt öryggi fólks“ Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:12 Vopnaða lögreglumenn má nú sjá á Gardermoen flugvelli og víðs vegar annars staðar um Noreg. Vísir/AFP Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“ Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“
Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28