Stórt svæði við Öskjuvatn er enn lokað umferð ferðamanna, en gönguleiðin að Víti er þó opin.
Jarðvísindamenn eru enn að meta umfang skriðunnar, sem féll í vatnið. Þetta er eitthvað mesta berghlaup sem vitað er um hérlendis og er áætlað að 50 til 60 milljónir rúmmetra af jarðvegi hafi færst til í hlaupinu. Engin ein skýring er enn fundin á ástæðu þessa en nokkrar tilgátur eru uppi.
Frekari skriðuföll hafa ekki endanlega verið afskrifuð.
Enn skriðuhætta við Öskju

Tengdar fréttir

Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu
Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið.

Vísindamenn skoða orsakir skriðunnar í Öskju
Lokað er fyrir umferð að Öskjuvatni á meðan umfang skriðunnar sem féll á mánudag er rannsakað.

Flóðbylgjan náði inn í Víti
Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta.