„Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Randver Kári Randversson skrifar 23. júlí 2014 16:00 Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn félagsins Ísland-Palestína á Ingólfstorgi. Vísir/Arnþór/Vilhelm „Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“ Gasa Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“
Gasa Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira