Íslenski boltinn

Heimir: Þeir eru mjög sterkir í skyndisóknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Guðjónsson segir Neman Grodno sterkan andstæðing.
Heimir Guðjónsson segir Neman Grodno sterkan andstæðing. Vísir/Daníel
FH mætir hvít-rússneska liðinu Neman Grodno í Kaplakrika í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í kvöl, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.  Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á erfiðum leik í kvöld.

„Þetta verður hörkuleikur og við viljum að sjálfsögðu komast áfram í næstu umferð. En til að það gangi eftir þurfum við að eiga góðan leik í kvöld," sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær.

Hann segir að FH-ingar þurfi að vera á varðbergi gagnvart skyndisóknum Hvít-Rússana.

„Þeir eru mjög sterkir í skyndisóknum og eru góðir í að halda boltanum innan liðsins eins og er svo oft með lið frá Austur-Evrópu. En við náðum góðum úrslitum í fyrri leiknum og eigum góða möguleika að komast áfram ef við spilum okkar besta leik," sagði Heimir, en markið sem Kristján Gauti Emilsson skoraði í Hvíta-Rússlandi gæti reynst afar dýrmætt.

FH nægir því að gera 0-0 eða 1-1 jafntefli til að fara áfram í 3. umferð þar sem liðið mætir annað hvort Inter Baku frá Aserbaídsjan eða sænska liðinu Elfsborg.

Þrátt fyrir hagstæð úrslit í fyrri leiknum segir Heimir að FH-ingar megi ekki hugsa eingöngu um varnarleikinn í kvöld:

„Það hjálpar okkur að hafa náð jafntefli úti, en við megum samt ekki liggja í vörn," sagði þjálfarinn og bætti við að FH yrði að sækja í leiknum og reyna að skora mörk. Við getum ekki bara legið í skotgröfunum og vonað það besta."

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis.


Tengdar fréttir

Tíu FH-ingar nældu í jafntefli í Grodna

Þrátt fyrir að hafa leikið manni færri bróðurpart seinni hálfleiks náðu FH-ingar í mikilvægt jafntefli gegn Neman Grodno í undankeppni Evrópudeildarinnar í Hvíta Rússlandi í dag.

Uppbótartíminn: Doumbia sá rautt

Tólftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir upp umferðina á léttum nótum.

Heimir: Jafntefli sanngjörn úrslit

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var þokkalega brattur þegar Vísir náði tali á honum fyrir stuttu en hann var á leiðinni til Póllands þaðan sem FH-ingar fljúga til Íslands á morgun.

Kristján Gauti aftur á leið í atvinnumennsku?

Hollenski fjölmiðillinn Omroep greindi frá því í gærkvöldi að knattspyrnukappinn Kristján Gauti Emilsson úr FH gæti verið á leið til hollenska fyrstu deildarfélagsins NEC Nijmegen sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Fótbolti.net greindi frá þessu í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×