Íslenski boltinn

Doumbia fékk þriggja leikja bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kassim Doumbia hvílir sig fram í ágúst í deildinni.
Kassim Doumbia hvílir sig fram í ágúst í deildinni. vísir/stefán
Kassim Doumbia, miðvörður FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd knattspyrnusambands Íslands.

Bannið fær miðvörðurinn fyrir „framkomu eftir brottvísun“ en Doumbia réðst að ÞorvaldiÁrnasyni dómara í leik gegn Breiðabliki í gærkvöldi og reif í hönd hans.

Doumbia fékk sitt annað gula spjald fyrir að handleika knöttinn og brást illur við. Hann missir af næstu þremur deildarleikjum FH gegn Fylki, KR og ÍBV.

Næsti leikur sem Malímaðurinn getur spilað er viðureign FH og Keflavíkur 18. ágúst. Bannið gildir vitaskuld ekki í Evrópukeppnum og verður hann því með FH á fimmtudaginn þegar það mætir Neman Grodno öðru sinni í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Gunnar Valur Gunnarsson, Fjölni, og TryggviSveinnBjarnason, Fram, fengu báðir eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Gunnar Valur missir af leik Fjölnis gegn Þór á sunnudaginn og Tryggvi af leik Fram gegn Víkingi.


Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: Doumbia sá rautt

Tólftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir upp umferðina á léttum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×