Innlent

Lögreglustjóri dró umsókn sína til baka

Samúel Karl Ólason skrifar
Stefán vildi ekki ræða ástæður sínar fyrir því að draga umsóknina til baka.
Stefán vildi ekki ræða ástæður sínar fyrir því að draga umsóknina til baka. Vísir/Valli
Alls bárust 24 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu. Matsnefnd hefur skilað tillögum til innanríkisráðherra um hæfni umsækjenda og gert er ráð fyrir að nýr forstjóri verði skipaður fyrir 5. ágúst.

Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka samkvæmt heimasíðu Innanríkisráðuneytisins. Það eru þeir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu.

Eyþór Björnsson hefur ákveðið að fylgja Fiskistofu til Akureyrar, en ekki liggur fyrir hvað Stefán Eiríksson ætlar sér.

Stefán sótti bæði um störf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þá hefur hann sagt að hann muni ekki hætta sem lögreglustjóri nema annað bjóðist.

Hann er nú í fríi og vildi ekki ræða ástæður þess að hann dró umsókn sína til baka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×