Júnímánuður sá heitasti sem mælst hefur Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 16:10 Vísir/Getty Images Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar. Loftslagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar.
Loftslagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira