Flísatöngin best gegn mítlinum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2014 14:41 Svona lítur mítill út þegar hann hefur drukkið nægt blóð. Vísir/Stefán/Getty „Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“ Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
„Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“
Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28