Dregið var í fyrstu umferðir Evrópukeppnanna í handbolta í morgun og voru nokkur íslensk lið í pottinum.
ÍBV og Haukar taka þátt í EHF-keppni karla. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Maccabi Rishon Lezion frá Ísrael og Haukar rússneska liðinu Dinamo Astrakhan.
Kvennalið Fram keppir í Áskorendakeppni EVrópu og hefur keppni í 3. umferð. Liðið mætir þá gríska liðinu GAS Megas Alexandros Giannitson.
ÍBV leikur í EHF-keppni kvenna og mætir ítalska liðinu Jomi Salerno í 2. umferð. Spænska liðið Balonmano Bera Bera bíður liðsins komist það áfram í þriðju umferð.
Áskorendakeppni kvenna:
Fram - GAS Megas Alexandros Giannitson (Grikklandi)
Leikirnir fara fram 15./16. nóvember og 22./23. nóvember
EHF-keppni kvenna:
2. umferð:
Jomi Salerno (Ítalíu) - ÍBV
Leikirnir fara fram 18./19. október og 25./26. október
EHF-keppni karla:
1. umferð:
ÍBV - Maccabi Rishon Lezion (Ísrael)
Haukar - Dinamo Astrakhan (Rússlandi)
Leikirnir fara fram 6./7. september og 13./14. september
Löng ferðalög bíða íslensku liðanna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti
