Viðskipti erlent

Malasar veðja á tölur tengdar hrapi MH17

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Japanski grínistinn Sugichan bregður á leik með 500 milljón japönskum jenum.
Japanski grínistinn Sugichan bregður á leik með 500 milljón japönskum jenum. VÍSIR/AFP
Veðmálafyrirtæki í Malasíu hafa hætt að bjóða upp á tölur sem hafa skírskotun til hraps flugvélarinnar MH17 yfir Úkraínu á fimmtudaginn.

Tölur á borð við 17, 1717 og 777 seldust upp er áhugasamir þyrptust á sölustaði og völdu sér númer í geysivinsælum lottóum á borð við Toto og 4D.

Algengt er í Malasíu að fólk velji númer sem tengjast slysum á einhvern hátt og eru skráningarnúmer farartækja sérstaklega vinsæl. Flugvél Malaysia Airlines hafði sérstaklega margar vísanir í töluna 7 en sem fyrr segir var hún númer 17 og af gerðinni Boeing 777. Hún flaug sitt fyrsta flug árið 1997 og var því 17 ára gömul. Ekki bætir úr skák að hún fórst á sautjánda degi sjöunda mánaðar ársins.

Berayja Sports Toto-lottóið dregur úr vinninga alla miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga. Talan 4176 vann stærsta vinninginn síðastliðinn föstudag.


Tengdar fréttir

Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali

Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines.

Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið

Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni á fimmtudag.

Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn

Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×