Lífið

Barbie-dúkka gerð eftir Karl Lagerfeld

Baldvin Þormóðsson skrifar
Karl Lagerfeld er með einkennandi fatastíl.
Karl Lagerfeld er með einkennandi fatastíl. vísir/getty
Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur ótal sinnum verið gerður ódauðlegur í ýmsum myndum. Má þar nefna stuttermaboli, brúður, silúetta á Diet Coke flöskum en þökk sé Barbie-dúkku framleiðandanum Mattel mun heimurinn fá að sjá Lagerfeld í nýrri mynd.

Samkvæmt WWD mun leikfangaframleiðandinn gefa út dúkkuna Barbie Lagerfeld í haust. Þetta verður hinsvegar ekki hin klassíska Barbie-dúkka heldur mun þessi tiltekna dúkka klæðast einkennisbúningi Lagerfeld, þröngum buxum, svörtum jakka, hvítri skyrtu með kraga, gullkeðju, leðurhönskum og svörtum sólgleraugum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Barbie mætir hátískuheiminum en á 50 ára afmæli dúkkunnar árið 2009 var haldin Barbie tískusýning í New York þar sem hönnuðir á borð við Calvin Klein, Michael Kors, Anna Sui og Diane von Forsteinberg hönnuðu svokölluð Barbie-föt fyrir sýninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.