Íslenski boltinn

Kristján Gauti ekki með FH | Er á leið til Nijmegen

Guðjón Guðmundsson skrifar
Kristján Gauti Emilsson, leikmaður FH í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á förum til hollenska 1. deildar liðsins NEC Nijmegen.

Samkvæmt heimildum fréttastofu á Kristján Gauti aðeins eftir að fara í læknisskoðun hjá hollenska félaginu og að henni lokinni skrifar hann undir samning.

Þessi efnilegi framherji sem skorað hefur fimm mörk í deildinni í sumar er ekki í leikmannahópi FH sem mætir Breiðabliki í 12. umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 19.15.

Hann verður heldur ekki í leikmannahópnum á fimmtudagskvöldið þegar FH mætir hvítrússneska liðinu Neman Grodno öðru sinni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

NEC Nijmegen, sem landsliðsmaðurinn GuðlaugurVictorPálsson spilaði með síðustu 18 mánuði, er búið að senda FH-ingum tilboð í leikmanninn sem það er að skoða.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningaviðræður milli félaganna langt á veg komnar og styttist í að Kristján Gauti haldi af landi brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×