Íslenski boltinn

Naumir sigrar hjá FH og Víkingi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Örn Óskarsson horfir á eftir boltanum inn í markið.
Róbert Örn Óskarsson horfir á eftir boltanum inn í markið. vísir/arnþór
FH endurheimti toppsæti Pepsi-deildar karla í fótbolta með sigri á Breiðabliki, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik á Kópavogsvelli.

Ingimundur Níels Óskarsson kom FH yfir á 10. mínútu en Árni Vilhjálmsson jafnaði í næstu sókn fyrir Blika. Atli Viðar Björnsson og Kassim Doumbia skoruðu svo sitthvort markið og staðan, 3-1.

Þá fékk Doumbia rautt spjald og minnkaði Breiðablik muninn á 44. mínútu með marki Arnórs Sveins Aðalsteinssonar, 3-2 í hálfleik.

Breiðablik sótti stíft manni fleiri í seinni hálfleik en fengu mark í andlitið á 90. mínútu þegar Jón Ragnar Jónsson skoraði. 4-2 sigur hjá FH sem er með 28 stig á toppnum og án taps.

Í Víkinni unnu heimamenn 1-0 sigur á Fjölni í nýliðaslagnum. Igor Taskovic, fyrirliði Víkinga, reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu.

Víkingar eru fjórða sæti eftir tólf umferðir með 22 stig, en Fjölnir með 11 stig í níunda sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×