Íslenski boltinn

Samningar um Kristján Gauta ekki í höfn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Daníel
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, staðfesti í samtali fyrir íþróttadeild 365 í gær að FH-ingum hefði borist tilboð í Kristján Gauta Emilsson frá NEC Nijmegen í Hollandi. Félagið er að skoða tilboðið en það er enn langur vegur í að málið væri í höfn og óvíst hvernig því myndi lykta.

Ef félögin komast að samkomulagi og Kristján Gauti semur við félagið verður það í annað sinn sem hann fer í atvinnumennsku en hann er aðeins 21 árs gamall. Kristján gekk til liðs við Liverpool þegar hann var sextán ára gamall en sneri aftur til FH á síðasta ári.

Það er hins vegar ljóst að verði það niðurstaðan að Kristján Gauti yfirgefi FH í glugganum þurfi félagið að leita að öðrum framherja. Félagið samþykkti í gær að Albert Brynjar Ingason færi á láni til Fylkis. Það liggur því fyrir að yfirgefi Kristján Gauti FH þá þurfi félagið að leita að nýjum framherja.

Jón Rúnar vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið og sagði að það væri í vinnslu og að slík mál tækju sinn tíma.


Tengdar fréttir

Albert Brynjar lánaður til Fylkis

Knattspyrnudeildir FH og Fylkis sendu seint í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að FH hafi lánað framherjan Albert Brynjar Ingason til Fylkis í Pepsí deild karla í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×