Erlent

McIlroy eldri veðjaði á son sinn

Jakob Bjarnar skrifar
Kampakátir og fjáðir McIlroy-feðgar.
Kampakátir og fjáðir McIlroy-feðgar.
Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði í gær Opna breska meistaramótinu í golfi a Royal Liverpool vellinum í Hoylake. Þetta er fyrsti sigur Norður-Írans á þessu risamóti og alls hefur hann sigrað á þremur risamótum.

McIlroy fær 190 milljónir fyrir sigurinn en hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem hagnast vel á sigrinum. Þannig er að faðir hans, Gerry McIlroy, veðjaði fyrir tíu árum á það að sonur sinn myndi sigra á Opna breska áður en hann yrði eldri en 25 ára gamall. Það veðmál var metið á 1 á móti 500.

McIlroy eldri lagði 20 þúsund krónur undir sem þýðir að hann fær greitt frá veðmálastofunni eina milljón íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×