Innlent

Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint VÍSIR/SAMSETT

Slagsmál brutust út á leik milli Snæ­fells­ness og Sindra frá Hornafirði á Hellusandi í dag með þeim afleiðingum að flytja þurfti knattspyrnumann með með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Land­spít­al­ann í Foss­vogi.

Um var að ræða leik í 2. flokki en á lokasekúndunum lenti tveimur leikmönnum saman og fengu þeir báðir að líta rauða spjaldið.

Leikmaður Sindra, fæddur árið 1998, missti stjórn á skapi sínu og réðst á leikmann Snæfellsnes með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa og strax var kallað á lögreglu og sjúkralið. 

Leikmaður Sindra sparkaði meðal annars í leikmann Snæfellsnes þegar hann lá liggjandi í jörðinni og veitti honum þungt höfuðhögg. 

Áverkar leikmanns Snæfellsnes voru taldir alvarlegir og því var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Báðum liðum var haldið á svæðinu á meðan lögreglan tók skýrslur af leik­mönn­um. Möguleiki er á að lögð verði fram ákæra vegna líkamsárasar. Líðan leikmannsins er eftir atvikum en hann er ekki talinn í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×