Leikarinn James Garner látinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2014 12:12 Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 86 ára að aldri. Þetta kemur fram á fréttasíðunni TMZ. Samkvæmt síðunni var lögreglan kölluð að heimili leikarans klukkan átta í gærkvöldi en ekki er ljóst hvað dró hann til dauða. Hann fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan meðal fólks eftir það. James er hvað þekktastur fyrir að leika einkaspæjarann Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files sem sýndir voru á árunum 1974 til 1980. Hann lék í mörgum af áhættuatriðum þáttanna og þurfti að segja skilið við Rockford því hann þjáðist af hné- og bakeymslum.Í hlutverki sínu í Rockford.„Ég þoldi þetta ekki lengur. Í hverju hléi fór ég í hnéaðgerð í fimm ár í röð og stundum á báðum hnjám,“ lét James eitt sinn hafa eftir sér um þennan tíma. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. James á líka langan kvikmyndaferil að baki. Hann lék til að mynda í Murphy's Romance árið 1985 og fékk tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðu sína. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 86 ára að aldri. Þetta kemur fram á fréttasíðunni TMZ. Samkvæmt síðunni var lögreglan kölluð að heimili leikarans klukkan átta í gærkvöldi en ekki er ljóst hvað dró hann til dauða. Hann fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan meðal fólks eftir það. James er hvað þekktastur fyrir að leika einkaspæjarann Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum The Rockford Files sem sýndir voru á árunum 1974 til 1980. Hann lék í mörgum af áhættuatriðum þáttanna og þurfti að segja skilið við Rockford því hann þjáðist af hné- og bakeymslum.Í hlutverki sínu í Rockford.„Ég þoldi þetta ekki lengur. Í hverju hléi fór ég í hnéaðgerð í fimm ár í röð og stundum á báðum hnjám,“ lét James eitt sinn hafa eftir sér um þennan tíma. James hlaut tilnefningu til Emmy-verðlaunanna sem besti leikari fyrir Rockford í fimm ár í röð og fékk verðlaunin árið 1977. James á líka langan kvikmyndaferil að baki. Hann lék til að mynda í Murphy's Romance árið 1985 og fékk tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðu sína. Síðasta stórmyndin sem hann fór með veigamikið hlutverk í var The Notebook frá árinu 2004. Í henni lék hann Duke. James skilur eftir sig eiginkonuna Lois en þau höfðu verið gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig eftir sig dóttur og stjúpdóttur.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira