Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 31. júlí 2014 13:45 Eiður Aron Sigurbjörnsson og Gary Martin eigast við í leik liðanna í Vesturbænum. vísir/stefán KR-ingar eru komnir í úrslit Borgunarbikarsins eftir 2-5 sigur í markaleik í Vestmannaeyjum.Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö marka KR en þeir Óskar Örn Hauksson, Gonzalo Balbi og Baldur Sigurðsson skoruðu eitt mark hver. Jonathan Glenn og Andri Ólafsson skoruðu mörk Eyjamanna. Eyjamenn hófu leikinn af miklum krafti og pressuðu KR-inga hátt sem spiluðu á móti vindi. Færin voru til staðar hjá heimamönnum en vantaði þó einhvern til þess að klára þau. Fyrsta færi KR-inga kom eftir rúman hálftíma leik en þá tóku KR-ingar stutt horn sem barst síðan á Bikar-Baldur sem skallaði boltann til Kjartans Henry sem átti fast skot sem Abel Dhaira réð ekki við í marki Eyjamanna og gestirnir því komnir yfir gegn gangi leiksins. Eftir markið róaðist leikurinn aðeins niður og virtust liðin ætla að ganga til búningsherbergja en þá var það Baldur Sigurðsson sem var réttur maður á réttum stað. Óskar Örn lék á tvo Eyjamenn og átti síðan skot sem hrökk af tveimur Eyjamönnum og beint til Baldurs sem þakkaði fyrir sig og skoruðu KR-ingar því á besta tíma leiksins. Hálfleiksræða Eyjamanna virtist hafa heppnast fullkomlega þegar Glenn skilaði boltanum í netið eftir að Gunnar Þorsteinsson skallaði boltann á hann. Glenn var einn og óvaldaður í teignum og hafði því allan þann tíma sem hann þurfti og skilaði boltanum með föstu skoti í fjærhornið. Eyjamenn sóttu stíft næstu mínútur og virtust vera líklegri aðilinn til þess að skora næsta mark.Gary Martin leikmaður KR fékk boltann þá á hægri kantinum og átti langa sendingu á Kjartan Henry sem var dauðafrír í teig ÍBV og þakkaði fyrir sig með því að negla boltanum í fjærhornið, frábært mark sem þið getið séð fyrir neðan. Stuttu seinna lentu Kjartan Henry og Brynjar Gauti Guðjónsson í einhverjum stympingum úti á kantinum og fengu báðir að líta gula spjaldið. Rúnar Kristinsson kippti þá Kjartani af leikvelli en heimamenn vildu sjá Kjartan fá rautt spjald. Eftir þetta opnuðust allar flóðgáttir því Eyjamenn þurftu að sækja mark og það helst snemma. Þetta nýttu KR-ingar sér gríðarlega vel enda með eitt besta ef ekki besta sóknarlið landsins. Óskar Örn og Gary Martin náðu aftur að spila sig í gegn og í þetta skiptið fylgdi Gonzalo Balbi skoti Óskars eftir og skoraði í autt markið. Fimmta mark KR kom eftir glæsilega sendingu Gunnars Þórs Gunnarssonar og einleik Óskars Arnar sem tók boltann framhjá Abel í markinu og skilaði knettinum í netið. Enn var tími fyrir sjöunda markið en það gerði Andri Ólafsson sem fylgdi eigin skalla vel eftir innan úr vítateignum og skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Heimamenn sóttu mikið það sem eftir lifði leiks en KR-ingar voru einfaldlega með fleiri leikmenn í liðinu sem geta klárað svona leiki og gerðu það svo sannarlega. Rúnar: Kjartan er einn af okkar bestu knattspyrnumönnum„Ég er mjög ánægður, liðið spilaði frábæran leik. Góður agi á liðinu í fyrri hálfleik við vorum mjög sterkir varnarlega og gáfum fá færi á okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var gríðarlega ánægður með sína menn eftir 2-5 sigur úti í Eyjum. „Við vorum að reyna að spila boltanum á milli okkar á meðan að þeir voru meira í því að negla löngum boltum inn í teiginn og vona það besta sem gekk ekki upp hjá þeim í dag. Við fórum í nokkrar sóknir og nýttum tvær þeirra vel.“ ÍBV hafði undirtökin í leiknum í fyrri hálfleik og kom fyrsta markið þvert á gang leiksins. „Byrjunin var ekki eins og við óskuðum okkur, þeir skoruðu strax og það kom svona smá skjálfti í menn í nokkrar mínutur en við hristum það af okkur og Kjartan Henry kláraði þennan leik með stórkostlegu marki. Eftir það var þetta að mínu mati búið,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn í dag. „Það var meiri hiti í Eyjamönnum og stuðningsmönnum þeirra, við vorum sallarólegir. Það er æsingur hérna alltaf, það er gaman að spila hérna þrátt fyrir mikil læti. Ég vil að menn styðji sitt lið í staðinn fyrir að kalla leikmenn og aðra aumingja og vera með dónaskap. Svona er þetta bara stundum og í hita leiksins þá segir fólk ýmsa hluti og gerir ýmislegt sem það gerir ekki daglega,“ sagði Rúnar sem var ánægður með sinn mann. „Ef að Kjartan vill fara í dalinn þá yrði það ekkert vandamál, hann á fullt af góðum vinum og fullt af fólki sem líkar við hann. Hann er sennilega einn af okkar bestu knattspyrnumönnum þegar hann er í toppformi og hann er að komast í það núna. Hann sýndi það sérstaklega með síðara markinu sem hann skoraði að það er enginn annar á Íslandi sem skorar svona mörk og hann á meira skilið en slæmt umtal,“ sagði Rúnar að lokum um Kjartan Henry Finnbogason sem átti stórleik í dag. Þórarinn Ingi: Maður verður að læra af þessu„Við erum grautfúlir að detta út hérna, þetta er svekkelsi en við verðum bara að læra af þessu,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Eyjamanna, eftir sárt tap í undanúrslitum Borgunarbikarsins. „Mér finnst við spila frábærlega í fyrri hálfleik við vorum alveg með þá, fengum færi og nýttum þau ekki og þeir komast yfir en við þurfum að læra að taka sénsinn þegar við erum með þetta „momentum“ með okkur að þá þurfum við að skora sem gerir þetta miklu auðveldara fyrir okkur.“ Þórarinn sá lítið jákvætt við tapið. „Þetta er auðvitað bikarleikur og þetta hefði aldrei endað svona ef þetta væri í deildinni. Verslunarmannahelgi eða ekki verslunarmannahelgi mér er alveg sama en að tapa fyrir KR hérna á heimavelli er bara grautfúlt og þvílíkt svekkjandi,“ sagði Þórarinn sem tapaði í annað sinn í undanúrslitum bikarsins. „Þetta er í annað skiptið sem ég dett út í undanúrslitum í bikar og alltaf jafn svekkjandi, en þetta er fótbolti og maður lærir bara af þessu.“ Kjartan Henry: Fer ekki á þjóðhátíð„Þetta er frábært, það er alltaf erfitt að koma til Vestmannaeyja en á sama tíma mjög skemmtilegt. Sjö mörk og fullt af færum en ég er bara ánægður með það að við séum að fara í Laugardalinn í ágúst,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, sem var hrókur alls fagnaðar hjá KR-ingum á Hásteinsvelli í dag. „Við vorum á móti vindi í fyrri hálfleik og það var erfitt að spila, Eyjamennirnir eru svakalega duglegir og pressuðu vel en samt sem áður fórum við inn í hálfleik með 2-0 en fengum mark á okkur strax þegar við komum til baka. Það er þvílíkur karakter að gefast ekki upp.“ Kjartan Henry var mikið á milli tannanna á fólkinu í stúkunni en hann grínaðist með það að skilja ekki af hverju en bætti síðan við nokkrum orðum. „Svona á fótbolti að vera, ég tek þetta ekki nærri mér og reyni að svara fyrir mig inni á vellinum og fannst ég gera það ágætlega í dag. Ég er samt ekki að fara á Þjóðhátíð, það er alveg á hreinu. Ég tek því bara rólega með fjölskyldunni, ég er nefnilega ekki þessi hálfviti sem allir halda.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
KR-ingar eru komnir í úrslit Borgunarbikarsins eftir 2-5 sigur í markaleik í Vestmannaeyjum.Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö marka KR en þeir Óskar Örn Hauksson, Gonzalo Balbi og Baldur Sigurðsson skoruðu eitt mark hver. Jonathan Glenn og Andri Ólafsson skoruðu mörk Eyjamanna. Eyjamenn hófu leikinn af miklum krafti og pressuðu KR-inga hátt sem spiluðu á móti vindi. Færin voru til staðar hjá heimamönnum en vantaði þó einhvern til þess að klára þau. Fyrsta færi KR-inga kom eftir rúman hálftíma leik en þá tóku KR-ingar stutt horn sem barst síðan á Bikar-Baldur sem skallaði boltann til Kjartans Henry sem átti fast skot sem Abel Dhaira réð ekki við í marki Eyjamanna og gestirnir því komnir yfir gegn gangi leiksins. Eftir markið róaðist leikurinn aðeins niður og virtust liðin ætla að ganga til búningsherbergja en þá var það Baldur Sigurðsson sem var réttur maður á réttum stað. Óskar Örn lék á tvo Eyjamenn og átti síðan skot sem hrökk af tveimur Eyjamönnum og beint til Baldurs sem þakkaði fyrir sig og skoruðu KR-ingar því á besta tíma leiksins. Hálfleiksræða Eyjamanna virtist hafa heppnast fullkomlega þegar Glenn skilaði boltanum í netið eftir að Gunnar Þorsteinsson skallaði boltann á hann. Glenn var einn og óvaldaður í teignum og hafði því allan þann tíma sem hann þurfti og skilaði boltanum með föstu skoti í fjærhornið. Eyjamenn sóttu stíft næstu mínútur og virtust vera líklegri aðilinn til þess að skora næsta mark.Gary Martin leikmaður KR fékk boltann þá á hægri kantinum og átti langa sendingu á Kjartan Henry sem var dauðafrír í teig ÍBV og þakkaði fyrir sig með því að negla boltanum í fjærhornið, frábært mark sem þið getið séð fyrir neðan. Stuttu seinna lentu Kjartan Henry og Brynjar Gauti Guðjónsson í einhverjum stympingum úti á kantinum og fengu báðir að líta gula spjaldið. Rúnar Kristinsson kippti þá Kjartani af leikvelli en heimamenn vildu sjá Kjartan fá rautt spjald. Eftir þetta opnuðust allar flóðgáttir því Eyjamenn þurftu að sækja mark og það helst snemma. Þetta nýttu KR-ingar sér gríðarlega vel enda með eitt besta ef ekki besta sóknarlið landsins. Óskar Örn og Gary Martin náðu aftur að spila sig í gegn og í þetta skiptið fylgdi Gonzalo Balbi skoti Óskars eftir og skoraði í autt markið. Fimmta mark KR kom eftir glæsilega sendingu Gunnars Þórs Gunnarssonar og einleik Óskars Arnar sem tók boltann framhjá Abel í markinu og skilaði knettinum í netið. Enn var tími fyrir sjöunda markið en það gerði Andri Ólafsson sem fylgdi eigin skalla vel eftir innan úr vítateignum og skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Heimamenn sóttu mikið það sem eftir lifði leiks en KR-ingar voru einfaldlega með fleiri leikmenn í liðinu sem geta klárað svona leiki og gerðu það svo sannarlega. Rúnar: Kjartan er einn af okkar bestu knattspyrnumönnum„Ég er mjög ánægður, liðið spilaði frábæran leik. Góður agi á liðinu í fyrri hálfleik við vorum mjög sterkir varnarlega og gáfum fá færi á okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem var gríðarlega ánægður með sína menn eftir 2-5 sigur úti í Eyjum. „Við vorum að reyna að spila boltanum á milli okkar á meðan að þeir voru meira í því að negla löngum boltum inn í teiginn og vona það besta sem gekk ekki upp hjá þeim í dag. Við fórum í nokkrar sóknir og nýttum tvær þeirra vel.“ ÍBV hafði undirtökin í leiknum í fyrri hálfleik og kom fyrsta markið þvert á gang leiksins. „Byrjunin var ekki eins og við óskuðum okkur, þeir skoruðu strax og það kom svona smá skjálfti í menn í nokkrar mínutur en við hristum það af okkur og Kjartan Henry kláraði þennan leik með stórkostlegu marki. Eftir það var þetta að mínu mati búið,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn í dag. „Það var meiri hiti í Eyjamönnum og stuðningsmönnum þeirra, við vorum sallarólegir. Það er æsingur hérna alltaf, það er gaman að spila hérna þrátt fyrir mikil læti. Ég vil að menn styðji sitt lið í staðinn fyrir að kalla leikmenn og aðra aumingja og vera með dónaskap. Svona er þetta bara stundum og í hita leiksins þá segir fólk ýmsa hluti og gerir ýmislegt sem það gerir ekki daglega,“ sagði Rúnar sem var ánægður með sinn mann. „Ef að Kjartan vill fara í dalinn þá yrði það ekkert vandamál, hann á fullt af góðum vinum og fullt af fólki sem líkar við hann. Hann er sennilega einn af okkar bestu knattspyrnumönnum þegar hann er í toppformi og hann er að komast í það núna. Hann sýndi það sérstaklega með síðara markinu sem hann skoraði að það er enginn annar á Íslandi sem skorar svona mörk og hann á meira skilið en slæmt umtal,“ sagði Rúnar að lokum um Kjartan Henry Finnbogason sem átti stórleik í dag. Þórarinn Ingi: Maður verður að læra af þessu„Við erum grautfúlir að detta út hérna, þetta er svekkelsi en við verðum bara að læra af þessu,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Eyjamanna, eftir sárt tap í undanúrslitum Borgunarbikarsins. „Mér finnst við spila frábærlega í fyrri hálfleik við vorum alveg með þá, fengum færi og nýttum þau ekki og þeir komast yfir en við þurfum að læra að taka sénsinn þegar við erum með þetta „momentum“ með okkur að þá þurfum við að skora sem gerir þetta miklu auðveldara fyrir okkur.“ Þórarinn sá lítið jákvætt við tapið. „Þetta er auðvitað bikarleikur og þetta hefði aldrei endað svona ef þetta væri í deildinni. Verslunarmannahelgi eða ekki verslunarmannahelgi mér er alveg sama en að tapa fyrir KR hérna á heimavelli er bara grautfúlt og þvílíkt svekkjandi,“ sagði Þórarinn sem tapaði í annað sinn í undanúrslitum bikarsins. „Þetta er í annað skiptið sem ég dett út í undanúrslitum í bikar og alltaf jafn svekkjandi, en þetta er fótbolti og maður lærir bara af þessu.“ Kjartan Henry: Fer ekki á þjóðhátíð„Þetta er frábært, það er alltaf erfitt að koma til Vestmannaeyja en á sama tíma mjög skemmtilegt. Sjö mörk og fullt af færum en ég er bara ánægður með það að við séum að fara í Laugardalinn í ágúst,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, sem var hrókur alls fagnaðar hjá KR-ingum á Hásteinsvelli í dag. „Við vorum á móti vindi í fyrri hálfleik og það var erfitt að spila, Eyjamennirnir eru svakalega duglegir og pressuðu vel en samt sem áður fórum við inn í hálfleik með 2-0 en fengum mark á okkur strax þegar við komum til baka. Það er þvílíkur karakter að gefast ekki upp.“ Kjartan Henry var mikið á milli tannanna á fólkinu í stúkunni en hann grínaðist með það að skilja ekki af hverju en bætti síðan við nokkrum orðum. „Svona á fótbolti að vera, ég tek þetta ekki nærri mér og reyni að svara fyrir mig inni á vellinum og fannst ég gera það ágætlega í dag. Ég er samt ekki að fara á Þjóðhátíð, það er alveg á hreinu. Ég tek því bara rólega með fjölskyldunni, ég er nefnilega ekki þessi hálfviti sem allir halda.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira