Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Newcastle United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emmanuel Riviere er einn af nýju leikmönnunum í herbúðum Newcastle United.
Emmanuel Riviere er einn af nýju leikmönnunum í herbúðum Newcastle United. Vísir/Getty
Seinni hluti síðasta tímabils reyndist Newcastle United erfiður, en eftir söluna á Yohan Cabaye til Paris SG fór gengi liðsins síversnandi.

Ekki bætti úr skák að Alan Pardew, þjálfari liðsins, var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að skalla David Meyler, leikmenn Hull City. Stuðningsmenn voru eðlilega ekki sáttir með gang mála og létu óánægju sína ljós með kröftugum hætti.

Pardew hélt samt starfinu og hefur gert ágætis kaup í sumar. Tveir hollenskir leikmenn voru fengnir til liðsins; Siem de Jong frá Ajax og hægri bakvörðurinn Daryl Janmaat frá Feyenoord, en honum er ætlað að fylla skarð Mathieu Debuchy sem var seldur til Arsenal fyrir tíu milljónir punda.

Tveir leikmenn voru sömuleiðis keyptir frá frönskum liðum; Remy Cabella frá Montpellier og Emmanuel Riviere frá Moanco, en þeir koma til með að styrkja Newcastle-liðið fram á við. Þá kom miðjumaðurinn Jack Colback frá erkifjendunum í Sunderland.

Fleiri leikmenn gætu verið á leiðinni til Newcastle en í því samhengi hefur m.a. verið rætt um frönsku framherjana Alexandre Lacazette og Loic Remy, en sá síðarnefndi lék sem lánsmaður með Newcastle á síðustu leiktíð.

Hatem Ben Arfa er að öllum líkindum á förum frá Newcastle, en hann mætti aftur til félagsins eftir sumarfrí í of góðum holdum.

Komnir:

Ayoze Perez frá Tenerife

Jack Colback frá Sunderland

Siem de Jong frá Ajax

Remy Cabella frá Montpellier

Emmanuel Riviere frá Monaco

Daryl Janmaat frá Feyenoord

Farnir:

Conor Newton til Rotherham United

Dan Gosling til Bournemouth

Mathieu Debuchy til Arsenal

Shola Ameobi samningslaus

Michael Richardson samningslaus

Sylvain Marveaux til Guingamp (á láni)


Tengdar fréttir

Cabella samdi við Newcastle til sex ára

Newcastle gekk frá kaupunum á sóknarsinnaða miðjumanninum Remy Cabella frá Montpellier í gær. Cabella sem er franskur landsliðsmaður skrifaði undir sex ára samning.

Debuchy á leið til Arsenal

Franski landsliðsbakvörðurinn Mathieu Debuchy er að ganga í raðir Arsenal frá Newcastle, en þetta staðfesti hann í viðtali við franska sjónvarpsstöð.

Emmanuel Riviere genginn til liðs við Newcastle

Emmanuel Riviere varð í kvöld tíundi Frakkinn í herbúðum Newcastle þegar félagið gekk frá kaupunum á honum frá Monaco. Talið er að Newcastle greiði rúmlega 6 milljónir punda fyrir Riviere.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×