Loksins fær Jessica Lange heiðursverðlaun Kirk Douglas 31. júlí 2014 16:30 The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira