Lífið

Þéttur leikarahópur í Bakk

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Davíð Óskar Ólafsson er annar leikstjóri myndarinnar.
Davíð Óskar Ólafsson er annar leikstjóri myndarinnar.
„Við kláruðum að velja í leikhópinn í síðustu viku,“ segir Davíð Ólafsson, framleiðandi og annar leikstjóri myndarinnar Bakk, en tökur á myndinni hefjast næsta þriðjudag. 

„Við höfum verið mjög heppnir við Gunni með að fá frábæra leikara með okkur í lið.“ Gunnar Hansson leikari er hinn leikstjóri myndarinnar og verður jafnframt í aðalhlutverkinu. 

Leikararnir sem fengnir hafa verið í verkið eru ekki af verri endanum. Má þar nefna Ólaf Darra Ólafsson, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Halldór Gylfason, Þorstein Guðmundsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Hallgrím Ólafsson. „Síðan eru leikarar sem ekki allir þekkja eins og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson.“ 

Því má búast við að margar skemmtilegar persónur birtist áhorfendum á skjánum. „Af því að við tökum hringinn þá eru þetta bara persónur sem þeir kynnast á leið sinni,“ útskýrir Davíð. „Sum hlutverkin eru stærri en önnur en þau skipta öll máli. Þau ýta öll sögunni áfram þannig að hver og einn hefur sitt vægi í sögunni þó að þetta séu ekki risahlutverk.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.