Bugatti á 400 á sveitavegi Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2014 15:15 Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent