Árni sendir Pólverjum bréf: „Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn“ 24. maí 2014 13:34 Árni til vinstri, bréfið til miðju og Gunnar til hægri. Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?” Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?”
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira