Erlent

Hamas vilja svör í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Ungir Palestínumenn köstuðu grjóti að ísraelskum lögreglumönnum í dag.
Ungir Palestínumenn köstuðu grjóti að ísraelskum lögreglumönnum í dag. Vísir/AFP
Hamas samtökin munu fjölga loftskeytaárásum sínum á Ísrael berist þeim ekki svar við kröfum sínum um að herkví Gasa verði aflétt og föngum verði sleppt úr haldi. „Ef okkur berast ekki svör við kröfum okkar í dag, munum við auka ráðstafanir okkar,“ segir talsmaður Hamas.

Guardian segir yfirlýsinguna hafa vakið ótta um að ofbeldi á svæðinu muni aukast aftur. Samkvæmt embættismönnum á Gasa hafa fimm manns fallið á Gasasvæðinu í dag og tuttugu slasast.

Þrír þeirra voru við bænir í mosku, en Ísraelsher hafði hringt í íbúa nærliggjandi húsa og sagt þeim að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt vitnum voru mennirnir við bænir í kjallara moskunnar og urðu ekki varir við viðvaranir.

AP fréttaveitan segir Ísrael hafa gert yfir 20 loftárásir í dag og að þeir hafi fellt einn af leiðtogum Hamas. Þeir segja Hamas hafa skotið yfir 70 loftskeytum á Ísrael síðan vopnahléið endaði á föstudaginn.

Lögreglumaður beinir byssu sinni að mótmælendum.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×