Sport

Sveinbjörg vann þrjár greinar á innan við 90 mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinbjörg Zophoníasdóttir.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir. Vísir/Daníel
Sveinbjörg Zophoníasdóttir var heldur betur öflug fyrir FH-inga á fyrri degi Bikarkeppni FRÍ sem fór fram í Laugardalnum í kvöld.

Sveinbjörg náði alls í 18 stig fyrir FH með því að vinna þrjár greinar á innan við 90 mínútum.

Sveinbjörg Zophoníasdóttir vann hástökkið með því að fara yfir 1,64 metra, hún vann þrístökkið með því að stökkva 11,65 metra og tryggði sér sigur í kúluvarpinu með því að kasta kúlunni 13,61 metra.

Sveinbjörg Zophoníasdóttir er þrautarkona og því öflug á mörgum sviðum en þetta er engu að síður mjög glæsilegur árangur enda er hún að keppa í fleiri en einni grein á sama tíma.






Tengdar fréttir

Ekki hægt að keppa í sleggjukasti í Laugardalnum

Sleggjukastkeppni Bikarkeppni FRÍ getur ekki farið fram í Laugadal eins og restin af bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins og hefur hún verið flutt til Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Jónasi Egilssyni, formanni FRÍ.

Þrír EM-farar hita upp í 49. Bikarkeppni FRÍ um helgina

Bikarkeppni FRÍ fer fram í dag og á morgun en fimm lið eru skráð til leiks í 49. bikarkeppnina. Meðal keppenda eru þrír væntanlegir þátttakendur á EM í Zurich í Sviss sem fer fram í næstu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×