Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2014 20:00 Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent