Lífið

Ólöf Arnalds vekur athygli með nýju lagi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Ólöf Arnalds er þekkt fyrir einkennandi fallega söngrödd.
Ólöf Arnalds er þekkt fyrir einkennandi fallega söngrödd. vísir/einkasafn
Nýtt lag með tónlistarkonunni Ólöfu Arnalds var frumflutt á tónlistarvefsíðunni Pitchfork síðastliðinn miðvikudag. Lagið, sem ber nafnið Half Steady, vakti gríðarlega athygli og fleiri þúsund manns hlustuðu á lagið fyrsta daginn en Half Steady er lag af væntanlegri plötu Ólafar, Palme.

Á plötunni nýtur Ólöf stuðnings frá tveimur samstarfsfélögum og vinum, Gunnari Erni Tynes og gamalkunnum tónlistarfélaga, Skúla Sverrissyni.

Half Steady má heyra hér fyrir neðan en lagið samdi Ólöf þegar hún var ennþá táningur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.