83 milljónir í kassann hjá Stjörnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2014 19:46 Ingvar Jónsson fór á kostum í marki Stjörnunnar í kvöld. Vísir/AFP Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59
Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35