Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:00 Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. Ljósmynd af pakkningu fyrir hamborgara fór í umferð á Facebook í gær og hefur vakið talsverða athygli. Þarna er um að ræða hamborgara frá Íslandsnauti og „100% nautakjöt“ eins og þar segir. Síðan segir neðst á miðanum: „Upprunaland Spánn.“ Nautakjöt frá Íslandsnauti sem er samt frá Spáni. Íslandsnaut er vörumerki á vegum heildverslunarinnar Ferskra kjötvara. Ingibjörn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara segir að þarna hafi verið um mistök í merkingu að ræða. Umrædd vara hafi átt að fara undir vörumerkið Nautaveisla sem fyrirtækið pakkar einnig og selur. Ferskar kjötvörur er stór dreifingaraðili í kjöti. Velta fyrirtækisins var rúmir tveir milljarðar króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið er 100% í eigu Haga sem eiga m.a. Hagkaup og Bónus. Verða að flytja inn til að anna eftirspurn „Í dag erum við búin að flytja inn 100 tonn af hakkefni í samanburði við 40 tonn allt árið í fyrra. Þetta er helmingur af því hakkefni sem við erum að nota í dag,“ segir Ingibjörn. Hannsegir að þetta sé vegna skorts á nautakjöti hér á landi. „Við erum að fá innan við helming af því nautakjöti sem við þurfum hér innanlands til að geta annað eftirspurn.“ Erlent kjöt þarf að frysta í að minnsta kosti 30 daga en frosið kjöt hefur aldrei sömu gæði og ferskt kjöt, óháð uppruna. „Við höfum eingöngu flutt inn hakk frá Spáni á þessu ári. Við höfum flutt inn hakk frá Þýskalandi, en aðallega hefur þetta verið frá Spáni,“ segir Ingibjörn. Finnur þú einhvern mun á þessu og íslenska kjötinu? „Nei.“ Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að íslenskt kjöt sé almennt hollara og betra en kjöt í öðrum ríkjum Evrópu. Ekki verður séð að þessi skoðun sé studd neinum vísindum eða rökum. Hins vegar er ljóst í ljósi framangreinds að annar hver hamborgari sem Ferskar kjötvörur hafa selt íslenskum neytendum er úr nautakjöti sem innflutt er frá Spáni. Ekki eru upplýsingar um að íslenskum neytendum hafi orðið meint af.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira