Þýskalandsmeistarar Bayern München biðu lægi hlut fyrir stjörnuliði MLS-deildarinnar í vináttuleik í Portland í gær.
Robert Lewandowski kom þýska liðinu yfir á 8. mínútu með skoti fyrir utan vítateig, en mörk frá Bradley Wright-Phillips og Landon Donovon í seinni hálfleik tryggðu stjörnuliðinu sigur.
Athygli vakti að Pep Guardiola, þjálfari Bayern, neitaði að taka í höndina á Caleb Porter, þjálfara stjörnuliðsins, eftir leik, en Spánverjinn var ósáttur með nokkrar tæklingar bandaríska liðsins í leiknum.
Stjörnuliðið innihélt nokkra bandaríska landsliðsmenn, auk þekktra kappa á borð við Thierry Henry, Obafemi Martins og Tim Cahill.
Fótbolti