Innlent

Snjóflóð féll í Herðubreið í gær

Fjallgöngumenn á ferð í hlíðum Herðubreiðar í síðasta mánuði.
Fjallgöngumenn á ferð í hlíðum Herðubreiðar í síðasta mánuði. Mynd/Ólafur Þ. Stephensen
Snjóflóð féll úr hlíðum Herðubreiðar í gær, en enginn var þar á ferð þegar það gerðist. Þetta var flekahlaup upp á þrjú stig, og féll upp úr hádegi, en flóð af þeirri stærð geta grafið bíla og skemmt eða eyðilagt heilu húsin.

Nánari upplýsingar um flóðið liggja ekki fyrir. Stutt er síðan að snjóflóð féll í Selárdal á Vestfjörðum, en þar var heldur enginn á ferð þegar það féll.

Uppfært klukkan 11:00

Ekki liggur fyrir hvort um snjóflóð hafi verið að ræða samkvæmt nýjum upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Málið verður kannað nánar í dag líkt og lesa má um í fréttinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×