Íslenski boltinn

21 mark í fjórum leikjum í Pepsi-deildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Arnþór
Það var mikið skorað í fjórum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld þegar fjórtánda umferð deildarinnar fór af stað en alls var skorað 21 mark í leikjunum eða 5,3 mörk að meðaltali í leik.

Reykjavíkurfélögin Fram, Fylkir og Valur unnu öll sína leiki en Blikar og Keflvíkingar gerðu 4-4 jafntefli í markahæsta leik kvöldsins.

Framarar enduðu fimm leikja taphrinu með 2-0 útisigri á Þór í uppgjöri botnliðanna en Framliðið var ekki búið að skora mark í þremur síðustu deildarleikjum sínum.

Fylkismenn unnu 3-1 sigur á Eyjamönnum sem töpuðu annað árið í röð 1-3 í fyrsta leik sínum eftir Þjóðhátíð.

Valsmenn og Keflavík voru bæði í mjög góðum málum í leikjum sínum, Valsmenn komust í 4-1 á móti Fjölni og sluppu með 4-3 sigur en Keflvíkingar misstu niður tveggja marka forskot í lokin á móti Blikum í Kópavogi í 4-4 jafntefli liðanna.

Það verður því að nóg að taka fyrir Hörð Magnússon og félaga í kvöld þegar þeir fara yfir leikina fjóra í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport. Pepsi-mörkin hefjast klukkan 22.00 í kvöld.

Hér fyrir neðan má umfjöllun og viðtöl úr leikjunum fjórum í Pepsi-deildinni í kvöld.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö

Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×