Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Keflavík 4-4 | Átta mörk í Kópavoginum Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 6. ágúst 2014 15:23 Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks. vísir/vilhelm Breiðablik og Keflavík skildu jöfn með fjórum mörkum gegn fjórum í farsakenndum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var allt í senn fjörugur, spennandi, dramatískur og sveiflukenndur, en ekkert sérstaklega vel spilaður. Varnarleikur beggja liða var slakur, stundum óbærilega slakur, eins og lokatölurnar gefa til kynna. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, voru kraftmiklir og sóttu hratt á Blikavörnina. Það var því í takt við gang leiksins þegar Aron Rúnarsson Heiðdal kom gestunum yfir á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Jóhanns B. Guðmundssonar og skalla Haraldar Freys Guðmundssonar fyrir markið. Blikarnir vöknuðu lífsins eftir mark Arons. Þeir fóru að halda boltanum betur og náðu smám saman betri stjórn á leiknum.Árni Vilhjálmsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru allir mjög líflegir og hættulegir, en heimamönnum gekk samt illa að skapa sér opin færi. Þeir áttu nóg af skotum, en Jonas Sandqvist í marki Keflvíkinga átti í litlum vandræðum með flest þeirra. Sænski markvörðurinn leit hins vegar ekkert sérstaklega út á 36. mínútu þegar Guðjón skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Skotið var gott en Sandqvist hefði líklega átt að gera betur í markinu. Árni komst skömmu síðar í gott færi eftir laglega sókn, en Sandqvist varði skot hans. Á lokamínútu fyrri hálfleiks tóku gestirnir svo forystuna á nýjan leik með furðulegu marki. Þá kom fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn, Gunnleifur Gunnleifsson stökk upp í boltann með leikmanni gestanna og mistókst að handsama boltann. Boltinn virtist á leið í netið, en Arnóri Sveini Aðalsteinssyni tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga með hjólhestaspyrnu. Boltinn fór hins vegar í slána og fyrir fætur Elíasar Más Ómarssonar sem skoraði í opið markið. Blikar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir rétt rúmlega mínútu leik var staðan orðin jöfn. Árni átti þá frábæra sendingu inn fyrir Keflavíkurvörnina á Höskuld sem gerði allt rétt, kom sér inn fyrir varnarmann Keflvíkinga og skoraði af öryggi framhjá Sandqvist. En aðeins þremur mínútum síðar náðu Keflvíkingar forystunni í þriðja sinn í leiknum. Jóhann átti fyrirgjöf frá hægri, Elías framlengdi boltann á Hörð sem klippti hann í netið. Markið var fallegt en varnarleikur Blika var skelfilegur. Hann var ekki mikið skárri á 69. mínútu þegar Frans Elvarsson slapp einn í gegn eftir þríhyrningsspil við Hörð. Frans var hinn rólegasti og kláraði færið vel framhjá Gunnleifi sem var óvenju óöruggur í marki Blika í kvöld. Keflvíkingar virtust ætla að sigla sigrinum í höfn, en á 87. mínútu fengu Blikar líflínu þegar Stefán Gíslason skoraði með hælnum eftir hornspyrnu Guðjóns. Við þetta greip um sig taugaveiklun í liði Keflvíkinga og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu stíft að marki Keflvíkinga og á 95. mínútu jafnaði varamaðurinn Baldvin Sturluson metin og tryggði Kópavogsliðinu stig. Niðurstaðan 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik. Eftir leiki kvöldsins munar aðeins tveimur stigum á Breiðabliki og Fram, en ljóst er að Blikar þurfa að bæta varnarleikinn hjá sér ef ekki á illa að fara. Keflvíkingar sigla sem fyrr lygnan sjó í 6. sæti með 18 stig.Guðmundur: Ég held að ég hafi gert risamistök Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli eftir 4-4 jafntefli gegn Keflavík á heimavelli. „Mér þetta fyrst og fremst ofboðslega lélegur leikur af okkar hálfu og þetta var ekki eitthvað sem ég vil sjá. „Ég held að ég hafi gert risamistök með þessari uppstillingu því það voru alltof margir sem áttu, eftir á að hyggja, ekkert skilið að spila þennan leik. „Ég var frekar fúll að eiga bara þrjár skiptingar í hálfleik, þannig að ég ákvað að gera ekki upp á milli þeirra,“ sagði Guðmundur sem sá fátt jákvætt við spilamennsku sinna manna í kvöld. „Þú þarft að vera klár þegar þú ert að spila við Keflavík og við vorum alls ekki klárir í kvöld og það sýndi sig úti á vellinum,“ sagði Guðmundur ennfremur. Hann kvaðst þó ánægður að hafa náð að bjarga stigi undir lokin. „Mér líður ekki eins og við höfum unnið þennan leik, en vonandi mun þetta stig nýtast okkur í framhaldinu. „Við getum kannski verið sáttir með að hafa lagt allt í sóknina undir lok leiksins og hafa náð að jafna leikinn. En að fá á sig fjögur mörk á heimavelli er hreinlega til skammar,“ sagði þjálfarinn og bætti við. „Það ætti öllum að vera ljóst í hvaða stöðu við erum. Og þótt við höfum fengið eitthvað hrós fyrir ágætar frammistöður upp á síðkastið, þá getum við ekki farið að dansa einhvern sigurdans út af því. „Við erum í bullandi fallbaráttu og þurfum á stigum að halda,“ sagði Guðmundur að lokum.Kristján: Duttum í og úr takti Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var óánægður með að hafa tapað niður tveggja marka forystu gegn Breiðabliki í kvöld. „Mér líður svolítið eins og við höfum tapað leiknum. Það eru fyrstu viðbrögð eftir að hafa fengið á sig mark í uppbótartíma. „Auðvitað er maður svekktur en þegar maður lítum á alla hluti, þá tókum við allavega stig og töpuðum ekki. En við hefðum verið gríðarlega ánægðir með sigur. „Sigur hefði, miðað við allt sem er að gerast hjá okkur, verið stórkostlegur,“ sagði Kristján sem bætti við að honum hefði ekkið fundist leikur sinna manna vera nógu góður. „Ég þarf að sjá þessi mörk aftur, en mér fannst þau léleg og Blikarnir eru örugglega sama sinnis. Við duttum í og úr takti í þessum leik.“ Kristján sagði að jafntefli væru líklega sanngjörnustu úrslitin. „Ef maður skoðar leikinn eftir á verður maður líklega ekkert svo svekktur, en það hefði verið frábært að ná sigri,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Breiðablik og Keflavík skildu jöfn með fjórum mörkum gegn fjórum í farsakenndum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var allt í senn fjörugur, spennandi, dramatískur og sveiflukenndur, en ekkert sérstaklega vel spilaður. Varnarleikur beggja liða var slakur, stundum óbærilega slakur, eins og lokatölurnar gefa til kynna. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, voru kraftmiklir og sóttu hratt á Blikavörnina. Það var því í takt við gang leiksins þegar Aron Rúnarsson Heiðdal kom gestunum yfir á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Jóhanns B. Guðmundssonar og skalla Haraldar Freys Guðmundssonar fyrir markið. Blikarnir vöknuðu lífsins eftir mark Arons. Þeir fóru að halda boltanum betur og náðu smám saman betri stjórn á leiknum.Árni Vilhjálmsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru allir mjög líflegir og hættulegir, en heimamönnum gekk samt illa að skapa sér opin færi. Þeir áttu nóg af skotum, en Jonas Sandqvist í marki Keflvíkinga átti í litlum vandræðum með flest þeirra. Sænski markvörðurinn leit hins vegar ekkert sérstaklega út á 36. mínútu þegar Guðjón skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Skotið var gott en Sandqvist hefði líklega átt að gera betur í markinu. Árni komst skömmu síðar í gott færi eftir laglega sókn, en Sandqvist varði skot hans. Á lokamínútu fyrri hálfleiks tóku gestirnir svo forystuna á nýjan leik með furðulegu marki. Þá kom fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn, Gunnleifur Gunnleifsson stökk upp í boltann með leikmanni gestanna og mistókst að handsama boltann. Boltinn virtist á leið í netið, en Arnóri Sveini Aðalsteinssyni tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga með hjólhestaspyrnu. Boltinn fór hins vegar í slána og fyrir fætur Elíasar Más Ómarssonar sem skoraði í opið markið. Blikar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir rétt rúmlega mínútu leik var staðan orðin jöfn. Árni átti þá frábæra sendingu inn fyrir Keflavíkurvörnina á Höskuld sem gerði allt rétt, kom sér inn fyrir varnarmann Keflvíkinga og skoraði af öryggi framhjá Sandqvist. En aðeins þremur mínútum síðar náðu Keflvíkingar forystunni í þriðja sinn í leiknum. Jóhann átti fyrirgjöf frá hægri, Elías framlengdi boltann á Hörð sem klippti hann í netið. Markið var fallegt en varnarleikur Blika var skelfilegur. Hann var ekki mikið skárri á 69. mínútu þegar Frans Elvarsson slapp einn í gegn eftir þríhyrningsspil við Hörð. Frans var hinn rólegasti og kláraði færið vel framhjá Gunnleifi sem var óvenju óöruggur í marki Blika í kvöld. Keflvíkingar virtust ætla að sigla sigrinum í höfn, en á 87. mínútu fengu Blikar líflínu þegar Stefán Gíslason skoraði með hælnum eftir hornspyrnu Guðjóns. Við þetta greip um sig taugaveiklun í liði Keflvíkinga og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu stíft að marki Keflvíkinga og á 95. mínútu jafnaði varamaðurinn Baldvin Sturluson metin og tryggði Kópavogsliðinu stig. Niðurstaðan 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik. Eftir leiki kvöldsins munar aðeins tveimur stigum á Breiðabliki og Fram, en ljóst er að Blikar þurfa að bæta varnarleikinn hjá sér ef ekki á illa að fara. Keflvíkingar sigla sem fyrr lygnan sjó í 6. sæti með 18 stig.Guðmundur: Ég held að ég hafi gert risamistök Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli eftir 4-4 jafntefli gegn Keflavík á heimavelli. „Mér þetta fyrst og fremst ofboðslega lélegur leikur af okkar hálfu og þetta var ekki eitthvað sem ég vil sjá. „Ég held að ég hafi gert risamistök með þessari uppstillingu því það voru alltof margir sem áttu, eftir á að hyggja, ekkert skilið að spila þennan leik. „Ég var frekar fúll að eiga bara þrjár skiptingar í hálfleik, þannig að ég ákvað að gera ekki upp á milli þeirra,“ sagði Guðmundur sem sá fátt jákvætt við spilamennsku sinna manna í kvöld. „Þú þarft að vera klár þegar þú ert að spila við Keflavík og við vorum alls ekki klárir í kvöld og það sýndi sig úti á vellinum,“ sagði Guðmundur ennfremur. Hann kvaðst þó ánægður að hafa náð að bjarga stigi undir lokin. „Mér líður ekki eins og við höfum unnið þennan leik, en vonandi mun þetta stig nýtast okkur í framhaldinu. „Við getum kannski verið sáttir með að hafa lagt allt í sóknina undir lok leiksins og hafa náð að jafna leikinn. En að fá á sig fjögur mörk á heimavelli er hreinlega til skammar,“ sagði þjálfarinn og bætti við. „Það ætti öllum að vera ljóst í hvaða stöðu við erum. Og þótt við höfum fengið eitthvað hrós fyrir ágætar frammistöður upp á síðkastið, þá getum við ekki farið að dansa einhvern sigurdans út af því. „Við erum í bullandi fallbaráttu og þurfum á stigum að halda,“ sagði Guðmundur að lokum.Kristján: Duttum í og úr takti Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var óánægður með að hafa tapað niður tveggja marka forystu gegn Breiðabliki í kvöld. „Mér líður svolítið eins og við höfum tapað leiknum. Það eru fyrstu viðbrögð eftir að hafa fengið á sig mark í uppbótartíma. „Auðvitað er maður svekktur en þegar maður lítum á alla hluti, þá tókum við allavega stig og töpuðum ekki. En við hefðum verið gríðarlega ánægðir með sigur. „Sigur hefði, miðað við allt sem er að gerast hjá okkur, verið stórkostlegur,“ sagði Kristján sem bætti við að honum hefði ekkið fundist leikur sinna manna vera nógu góður. „Ég þarf að sjá þessi mörk aftur, en mér fannst þau léleg og Blikarnir eru örugglega sama sinnis. Við duttum í og úr takti í þessum leik.“ Kristján sagði að jafntefli væru líklega sanngjörnustu úrslitin. „Ef maður skoðar leikinn eftir á verður maður líklega ekkert svo svekktur, en það hefði verið frábært að ná sigri,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira