Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 6. ágúst 2014 15:20 Úr fyrri leik liðanna í Laugardalnum. vísir/stefán Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson tók við fyrirliðabandinu af Viktori Bjarki Arnarsyni sem tók út leikbann í kvöld og Guðmundur Steinn var maðurinn á bak við fyrsta sigur Framliðsins síðan um miðjan júní. Framliðið fór þar með upp fyrir Þórsara sem sitja núna einir á botni Pepsi-deildar karla þremur stigum á eftir Safamýrarliðinu. Chukwudi Chijindu hjá Þór og Tryggvi Sveinn Bjarnson hjá Fram lenti saman sex mínútum fyrir leikslok og þeir fengu báðir beint rautt spjald hjá Gunnari Jarli Jónssyni dómara leiksins. Guðmundur Steinn skoraði fyrra mark sitt á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Jóhannesi Karli Guðjónssyni og seinna markið hans kom á 89. mínútu eftir mikil varnarmistök Hlyns Atla Magnússonar. Fram tók skref fram úr Þór í miklum fallbaráttuslag á Þórsvelli í kvöld en bæði lið voru með níu stig í fallsætum fyrir umferðina. Leikurinn fór fjörlega af stað og mikið var um baráttu í leiknum. Heimamenn í Þór höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og komust í mörg ákjósanleg færi en náðu ekki að brjóta niður sterka vörn Framara í dag. Allt benti til að Þór myndi skora fyrsta markið í kvöld en annað kom á daginn þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom gestunum yfir með fínu marki eftir frábæra fyrirgjöf Jóhannes Karls Guðjónssonar þegar stundarfjórðungur var eftir af seinni hálfleik. Rétt fyrir lok leiksins lenti þeim Tryggva Svein Bjarnasyni, leikmanni Fram, og Chukwudi Chijindu, leikmanni Þórs, saman eftir að Tryggvi virðist stöðva Chuck með því að grípa í taglið í hári Chucks sem virtist í kjölfarið slá til Tryggva áður en þeir skullu niður í jörðina. Gunnar Jarl, dómari leiksins, gaf báðum leikmönnum beint rautt spjald. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma innsiglaði Guðmundur Steinn sigur Framara og skoraði annað mark sitt í leiknum. Framarar því næla sér í dýrmæt þrjú stig í svokölluðum „sex stiga leik” í fallbaráttunni.Jóhannes Karl Guðjónsson: Alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn „Þetta var mikill léttir! Þetta hefur verið svolítið erfitt hjá okkur en við höfum verið að vinna mikið í okkar leikskipulagi og við spiluðum bara öflugan varnarleik í dag og sköpuðum okkur færi fram á við. Það var frábært að sjá Guðmund Stein skora tvö mörk í dag. Þetta var frábær sigur og mikill léttir,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sáttur eftir leikinn í kvöld. Það er ekki galið að segja að heimamenn í Þór hafi haft stjórn á leiknum lengst af og virkað með meiri yfirhönd en Framararnir. Framararnir héldu velli og komust yfir í leiknum en þeir þurftu að hafa fyrir því. Jóhannes Karl var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag, bæði hugarfarslega og leikskipulagslega. „Við vissum að þetta er rosalega erfiður völlur að koma að spila á. Þeir mæta öskugrimmir í hvern leik og eru með sterkt og öflugt lið. Við vissum að við þyrftum að mæta í baráttuna í dag en við náðum að spila góðan leik og skora tvö mörk. Þeir voru meira með boltann en við vorum þéttir varnarlega. Við lögðum það upp í dag að fá ekki á okkur mark og vera þéttir til baka og við vitum að við erum með menn í liðinu sem geta skorað mörk eins og Guðmundur Steinn sýndi í dag. Við vorum með leikskipulag sem gekk upp í dag. Fyrir þennan leik vorum við að fá á okkur alltof mörg mörk og við ætluðum að passa það í þessum leik og það verður engin breyting á því í framhaldinu,” sagði Jóhannes. Það sauð mikið upp úr í leiknum og mikill hiti myndaðist í kjölfar þess að Tryggvi Sveinn og Chuckwudi Chijindu voru reknir út af velli fyrir slagsmál. Jóhannes Karl sagði að svona væri þetta bara stundum og dómarinn hafði staðið sig mjög vel. „Þetta var alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn. Þetta var hörkuleikur en mér fannst dómarinn standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Svona er fótboltinn, stundum er meiri barátta en í öðrum leikjum og dómarinn stóð sig vel,” sagði Jóhannes Karl.Páll Viðar Gíslason: Þetta er ekki mikið vígi „Þetta var eins og við reiknuðum með. Við vorum aðeins þéttari en í síðasta leik og ég var ánægður með það en ég var samt ekki ánægður með að við héldum ekki boltanum og komumst hærra upp völlinn. Þetta leit svipað út og ég reiknaði með en því miður féll fyrsta markið ekki okkar meginn og það er fúlt að þurfa að skora tvö til þrjú mörk til að vinna leiki,” sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs daufur í bragði eftir leik kvöldsins. Chukwudi Chijindu og Tryggvi Sveinn Bjarnason voru reknir út af í leiknum eftir að þeim lenti saman. Hvað sá Páll að gerðist? „Ég sá að hann hékk í taglinu í hárinu á honum og þeir lenda niður, ég veit ekki hvort einhver sló einhvern eða ekki. Þetta var kannski smá salómónsdómur að reka báða útaf þegar kannski enginn sá neitt,” sagði Páll. Lið sem koma á Þórsvöllinn þurfa oftar en ekki að hafa fyrir leikjum sínum en þrátt fyrir það þá er Páll Viðar ekki sáttur með hve fá stig liðið hefur fengið á heimavelli í sumar. „Þetta er ekki mikið vígi hjá okkur í ár. Við höfum ekki fengið þessi stig sem við vildum á heimavelli. Það var hrikalega fúlt að fá ekki þrjú stigin í dag en á meðan tölfræðin leyfir þá höldum við í smá von,” sagði Páll.Bjarni Guðjónsson: Spilamennskan sett á hilluna Fram-liðið hafði ekki unnið leik í háa herrans tíð en vann frækinn sigur á liði Þórs. Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var að vonum afar sáttur með stigin og vonast til að fá enn fleiri á næstunni til að halda Fram í Pepsi deildinni á næstu leiktíð. „Það er alltaf gott að vinna en við vorum ekkert farnir að örvænta, við vissum hvað býr í þessu liði. Andinn í hópnum er frábær sem er frábært fyrir lið sem hefur lent í smá brekku. Þetta er langhlaup og þetta er bara stigasöfnun. Við erum nú með tólf stig og við þurfum að næla í fleiri til að spila í Pepsi deildinni á næsta ári,” sagði Bjarni. „Sigurinn kemur vonandi sjálfstrausti aftur í hópinn. Að fá þrjú stig gegn liði með jafnmörg stig er mjög mikilvægt, það hefði getað verið erfitt að lenda þremur stigum á eftir Þór. Það vantar helling í hópinn, við erum með ungt lið og það gerir það enn sætara,” sagði Bjarni. Það var mikill baráttuleikur í kvöld og segir Bjarni að hann hafi verið tilbúinn að leggja fótboltann til hliðar og mæta Þórsurum stál í stál á erfiðum útivelli. „Spilamennskan var sett á hilluna. Við vissum hvað Þórsliðið er að gera, þeir eru með mikil læti og sýna mikla baráttu sem við ætluðum að mæta og við vissum að við værum með leikmenn sem gætu gert gott ef þeir ná að láta ljós sitt skína ef við myndum taka á þeim í baráttunni,” Leikmenn beggja liða fengu að lýta rautt spjald í leiknum eftir að þeim lenti saman og vildi Bjarni ekki tjá sig mikið um málið. „Ég held að það hafi enginn séð almennilega hvað gerðist og við verðum að sjá hvað kemur úr myndavélunum í kvöld. Það er mjög erfitt að missa Tryggva Svein í bann en við sýnum það í dag að það eru margir frá hér í dag að við séum með breiðan hóp þó að aldurinn fari að láta að sjá þegar vantar nokkra,” sagði Bjarni. Fram-liðið er mjög ungt en Bjarni telur að reynslan sem strákarnir hans eru að næla sér í í sumar muni skila miklum hlutum fyrir Fram í náinni framtíð. „Ég er mjög ánægður með þá. Þeir hafa gefið okkur fullt af góðum leikjum og það býr mikið í þeim. Við höfum lent í smá brekku og það situr í þeim sem eru ungir og óreyndir, það er því mjög dýrmæt reynsla fyrir þessa stráka að koma hingað og ná í þrjú stig eftir að hafa lent í þessari brekku. Menn hafa talað mikið um að það geri ekkert fyrir okkur núna að vera með unga leikmenn, sem er rétt, en í framtíðinni þá kemur þetta til með að skila sér í miklu betra Fram-liði sem getur keppt á jafnréttisgrundvelli við stóru liðin án þess að eyða fullt af peningum,” sagði Bjarni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson tók við fyrirliðabandinu af Viktori Bjarki Arnarsyni sem tók út leikbann í kvöld og Guðmundur Steinn var maðurinn á bak við fyrsta sigur Framliðsins síðan um miðjan júní. Framliðið fór þar með upp fyrir Þórsara sem sitja núna einir á botni Pepsi-deildar karla þremur stigum á eftir Safamýrarliðinu. Chukwudi Chijindu hjá Þór og Tryggvi Sveinn Bjarnson hjá Fram lenti saman sex mínútum fyrir leikslok og þeir fengu báðir beint rautt spjald hjá Gunnari Jarli Jónssyni dómara leiksins. Guðmundur Steinn skoraði fyrra mark sitt á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Jóhannesi Karli Guðjónssyni og seinna markið hans kom á 89. mínútu eftir mikil varnarmistök Hlyns Atla Magnússonar. Fram tók skref fram úr Þór í miklum fallbaráttuslag á Þórsvelli í kvöld en bæði lið voru með níu stig í fallsætum fyrir umferðina. Leikurinn fór fjörlega af stað og mikið var um baráttu í leiknum. Heimamenn í Þór höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og komust í mörg ákjósanleg færi en náðu ekki að brjóta niður sterka vörn Framara í dag. Allt benti til að Þór myndi skora fyrsta markið í kvöld en annað kom á daginn þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom gestunum yfir með fínu marki eftir frábæra fyrirgjöf Jóhannes Karls Guðjónssonar þegar stundarfjórðungur var eftir af seinni hálfleik. Rétt fyrir lok leiksins lenti þeim Tryggva Svein Bjarnasyni, leikmanni Fram, og Chukwudi Chijindu, leikmanni Þórs, saman eftir að Tryggvi virðist stöðva Chuck með því að grípa í taglið í hári Chucks sem virtist í kjölfarið slá til Tryggva áður en þeir skullu niður í jörðina. Gunnar Jarl, dómari leiksins, gaf báðum leikmönnum beint rautt spjald. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma innsiglaði Guðmundur Steinn sigur Framara og skoraði annað mark sitt í leiknum. Framarar því næla sér í dýrmæt þrjú stig í svokölluðum „sex stiga leik” í fallbaráttunni.Jóhannes Karl Guðjónsson: Alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn „Þetta var mikill léttir! Þetta hefur verið svolítið erfitt hjá okkur en við höfum verið að vinna mikið í okkar leikskipulagi og við spiluðum bara öflugan varnarleik í dag og sköpuðum okkur færi fram á við. Það var frábært að sjá Guðmund Stein skora tvö mörk í dag. Þetta var frábær sigur og mikill léttir,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sáttur eftir leikinn í kvöld. Það er ekki galið að segja að heimamenn í Þór hafi haft stjórn á leiknum lengst af og virkað með meiri yfirhönd en Framararnir. Framararnir héldu velli og komust yfir í leiknum en þeir þurftu að hafa fyrir því. Jóhannes Karl var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag, bæði hugarfarslega og leikskipulagslega. „Við vissum að þetta er rosalega erfiður völlur að koma að spila á. Þeir mæta öskugrimmir í hvern leik og eru með sterkt og öflugt lið. Við vissum að við þyrftum að mæta í baráttuna í dag en við náðum að spila góðan leik og skora tvö mörk. Þeir voru meira með boltann en við vorum þéttir varnarlega. Við lögðum það upp í dag að fá ekki á okkur mark og vera þéttir til baka og við vitum að við erum með menn í liðinu sem geta skorað mörk eins og Guðmundur Steinn sýndi í dag. Við vorum með leikskipulag sem gekk upp í dag. Fyrir þennan leik vorum við að fá á okkur alltof mörg mörk og við ætluðum að passa það í þessum leik og það verður engin breyting á því í framhaldinu,” sagði Jóhannes. Það sauð mikið upp úr í leiknum og mikill hiti myndaðist í kjölfar þess að Tryggvi Sveinn og Chuckwudi Chijindu voru reknir út af velli fyrir slagsmál. Jóhannes Karl sagði að svona væri þetta bara stundum og dómarinn hafði staðið sig mjög vel. „Þetta var alvöru fótboltaleikur fyrir alvöru karlmenn. Þetta var hörkuleikur en mér fannst dómarinn standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Svona er fótboltinn, stundum er meiri barátta en í öðrum leikjum og dómarinn stóð sig vel,” sagði Jóhannes Karl.Páll Viðar Gíslason: Þetta er ekki mikið vígi „Þetta var eins og við reiknuðum með. Við vorum aðeins þéttari en í síðasta leik og ég var ánægður með það en ég var samt ekki ánægður með að við héldum ekki boltanum og komumst hærra upp völlinn. Þetta leit svipað út og ég reiknaði með en því miður féll fyrsta markið ekki okkar meginn og það er fúlt að þurfa að skora tvö til þrjú mörk til að vinna leiki,” sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs daufur í bragði eftir leik kvöldsins. Chukwudi Chijindu og Tryggvi Sveinn Bjarnason voru reknir út af í leiknum eftir að þeim lenti saman. Hvað sá Páll að gerðist? „Ég sá að hann hékk í taglinu í hárinu á honum og þeir lenda niður, ég veit ekki hvort einhver sló einhvern eða ekki. Þetta var kannski smá salómónsdómur að reka báða útaf þegar kannski enginn sá neitt,” sagði Páll. Lið sem koma á Þórsvöllinn þurfa oftar en ekki að hafa fyrir leikjum sínum en þrátt fyrir það þá er Páll Viðar ekki sáttur með hve fá stig liðið hefur fengið á heimavelli í sumar. „Þetta er ekki mikið vígi hjá okkur í ár. Við höfum ekki fengið þessi stig sem við vildum á heimavelli. Það var hrikalega fúlt að fá ekki þrjú stigin í dag en á meðan tölfræðin leyfir þá höldum við í smá von,” sagði Páll.Bjarni Guðjónsson: Spilamennskan sett á hilluna Fram-liðið hafði ekki unnið leik í háa herrans tíð en vann frækinn sigur á liði Þórs. Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var að vonum afar sáttur með stigin og vonast til að fá enn fleiri á næstunni til að halda Fram í Pepsi deildinni á næstu leiktíð. „Það er alltaf gott að vinna en við vorum ekkert farnir að örvænta, við vissum hvað býr í þessu liði. Andinn í hópnum er frábær sem er frábært fyrir lið sem hefur lent í smá brekku. Þetta er langhlaup og þetta er bara stigasöfnun. Við erum nú með tólf stig og við þurfum að næla í fleiri til að spila í Pepsi deildinni á næsta ári,” sagði Bjarni. „Sigurinn kemur vonandi sjálfstrausti aftur í hópinn. Að fá þrjú stig gegn liði með jafnmörg stig er mjög mikilvægt, það hefði getað verið erfitt að lenda þremur stigum á eftir Þór. Það vantar helling í hópinn, við erum með ungt lið og það gerir það enn sætara,” sagði Bjarni. Það var mikill baráttuleikur í kvöld og segir Bjarni að hann hafi verið tilbúinn að leggja fótboltann til hliðar og mæta Þórsurum stál í stál á erfiðum útivelli. „Spilamennskan var sett á hilluna. Við vissum hvað Þórsliðið er að gera, þeir eru með mikil læti og sýna mikla baráttu sem við ætluðum að mæta og við vissum að við værum með leikmenn sem gætu gert gott ef þeir ná að láta ljós sitt skína ef við myndum taka á þeim í baráttunni,” Leikmenn beggja liða fengu að lýta rautt spjald í leiknum eftir að þeim lenti saman og vildi Bjarni ekki tjá sig mikið um málið. „Ég held að það hafi enginn séð almennilega hvað gerðist og við verðum að sjá hvað kemur úr myndavélunum í kvöld. Það er mjög erfitt að missa Tryggva Svein í bann en við sýnum það í dag að það eru margir frá hér í dag að við séum með breiðan hóp þó að aldurinn fari að láta að sjá þegar vantar nokkra,” sagði Bjarni. Fram-liðið er mjög ungt en Bjarni telur að reynslan sem strákarnir hans eru að næla sér í í sumar muni skila miklum hlutum fyrir Fram í náinni framtíð. „Ég er mjög ánægður með þá. Þeir hafa gefið okkur fullt af góðum leikjum og það býr mikið í þeim. Við höfum lent í smá brekku og það situr í þeim sem eru ungir og óreyndir, það er því mjög dýrmæt reynsla fyrir þessa stráka að koma hingað og ná í þrjú stig eftir að hafa lent í þessari brekku. Menn hafa talað mikið um að það geri ekkert fyrir okkur núna að vera með unga leikmenn, sem er rétt, en í framtíðinni þá kemur þetta til með að skila sér í miklu betra Fram-liði sem getur keppt á jafnréttisgrundvelli við stóru liðin án þess að eyða fullt af peningum,” sagði Bjarni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira