Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 10:29 Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir. Mynd/Boðskipti „Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619 Hestar Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619
Hestar Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira