Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. ágúst 2014 09:47 Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur, lætur ekki deigan síga þó hann sé kominn á tíræðisaldur. Á fimmtudag heldur hann ásamt Braga Bergþórssyni og Bjarna F. Einarssyni fornleifafræðingi til Nova Scotia í Kanada ætla þeir að huga að hugsanlegum fornleifum sem tengjast ferð Þorvalds Eiríkssonar fyrir um 1000 árum. Viðfangsefnið hefur lengi verið Páli hugleikið og ritaði hann bókina Vínlandsgátan sem fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi. Páll kveðst nýlega hafa fengið upplýsingar um vörðu við Nova Scotia sem Þorvaldur gæti hafa reist úr kjöl skip síns. „Ég hef heyrt um þetta, að varðan sé á tilteknu nesi,“ segir Páll. „Þá datt mér það í hug að Þorvaldur hlyti að hafa haft eitthvað til að styðja við þennan kjöl. Það einfaldasta væri að hlaða á hann grjóti, búa til vörðu sem gæti staðið í mörg ár, jafnvel þúsund ár.“ Páll fagnar 91 árs afmælisdegi sínum í ferðinni. Hann kveðst heilsuhraustur og segir að það verði gott að fá nýtt loft í lungun. Jafnframt mun hann halda fyrirlestur í New York um Vínlandsferðirnar. „Ég ætla að reyna að hvetja menn til þess að fara nú að taka mark á Íslendingasögunum - Vínlandssögunum,“ segir Páll.Daglegar veðurspár Páll er líklega einn elsti Facebook notandi landsins. Þar er hann afkastamikill og ritar daglega tíu daga veðurspá sem þúsundir lesa. „Það er alveg prýðilegt að hafa eitthvað verkefni þegar maður er kominn á eftirlaunaaldurinn og er ég búinn að vera þar í 20 ár. Það styrkir mann að senda eitthvað frá sér. Þetta geri ég á hverjum degi,“ segir Páll en hversu margir fylgja honum eftir á Facebook? „Þeir eru 4800,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur, lætur ekki deigan síga þó hann sé kominn á tíræðisaldur. Á fimmtudag heldur hann ásamt Braga Bergþórssyni og Bjarna F. Einarssyni fornleifafræðingi til Nova Scotia í Kanada ætla þeir að huga að hugsanlegum fornleifum sem tengjast ferð Þorvalds Eiríkssonar fyrir um 1000 árum. Viðfangsefnið hefur lengi verið Páli hugleikið og ritaði hann bókina Vínlandsgátan sem fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi. Páll kveðst nýlega hafa fengið upplýsingar um vörðu við Nova Scotia sem Þorvaldur gæti hafa reist úr kjöl skip síns. „Ég hef heyrt um þetta, að varðan sé á tilteknu nesi,“ segir Páll. „Þá datt mér það í hug að Þorvaldur hlyti að hafa haft eitthvað til að styðja við þennan kjöl. Það einfaldasta væri að hlaða á hann grjóti, búa til vörðu sem gæti staðið í mörg ár, jafnvel þúsund ár.“ Páll fagnar 91 árs afmælisdegi sínum í ferðinni. Hann kveðst heilsuhraustur og segir að það verði gott að fá nýtt loft í lungun. Jafnframt mun hann halda fyrirlestur í New York um Vínlandsferðirnar. „Ég ætla að reyna að hvetja menn til þess að fara nú að taka mark á Íslendingasögunum - Vínlandssögunum,“ segir Páll.Daglegar veðurspár Páll er líklega einn elsti Facebook notandi landsins. Þar er hann afkastamikill og ritar daglega tíu daga veðurspá sem þúsundir lesa. „Það er alveg prýðilegt að hafa eitthvað verkefni þegar maður er kominn á eftirlaunaaldurinn og er ég búinn að vera þar í 20 ár. Það styrkir mann að senda eitthvað frá sér. Þetta geri ég á hverjum degi,“ segir Páll en hversu margir fylgja honum eftir á Facebook? „Þeir eru 4800,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri og rithöfundur.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira