Heimsmeistarinn er mættur Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 10:30 Heimsmeistarinn tekur sig vel út við Hörpuna. Vísir/GVA Reynsluakstur Audi A3 1,4 TFSI Það er ekki á hverjum degi sem lyklar eru afhentir af nýkrýndum bíl ársins í heiminum og þá vaknar sú spurning hvort hann eigi fyrir slíkri útnefningu. Lyklarnir gengu að fremur smávöxnum bíl frá þýska lúxusbílaframleiðandanum Audi, þ.e. Audi A3 með „sedan“ lagi. Þar fer ný þriðja kynslóð bílsins, en Audi A3 kom fyrst á markað árið 1996. Eins og títt er með bíla hefur A3 stækkað með hverri kynslóð og er hann ekki svo lítill bíll þó hann sé næstminnsti bíllinn í Audi fjölskyldunni, en A1 er minni. Eins og reyndar með alla aðra Audi bíla er A3 fallegur bíll. Hann er með grimman og sportlegan framenda, en sama hvar á hann er litið gleður hann augað. Síst tekur verra við er inn í hann er komið og enn og aftur sannar Audi það að innréttingar þeirra eru eitthvað sem aðrir bílaframleiðendur eiga að taka sér til fyrirmyndar. Yfir henni er stílhreinn klassi og smíðin óaðfinnanleg. Framsætin eru góður staður til að vera á, svo vitnað sé í slagorð eins af íslensku bílaumboðunum. Öðru gegnir um aftursætin og er það einn af fáum göllum þessa bíls, en þar komst greinarritari illa fyrir sökum lítils höfuðrýmis og eru þau eins og sköpuð einungis fyrir börn. Hreint fáranlegt er hinsvegar að sjá hversu mikið rými er í skotti þessa bíls og kemur það sannarlega á óvart.Fögur, stílhrein og vönduð innrétting, sem ávallt í Audi.GVALítil vigt eykur akstureiginleikaReynsluakstursbíllinn var með 1,4 lítra TFSI bensínvél með forþjöppu sem er 140 hestöfl. Eyðsla hans í blönduðum akstri er 4,7 lítrar og hjálpar þar til mögnuð tækni þar sem vélin slekkur á tveimur af fjórum strokkum vélarinnar sé afls þeirra ekki þörf. Afköst þessarar vélar er hreint mögnuð svo til allsstaðar á snúningssviðinu, nema þá helst á miklum snúningi. Fyrir vikið verður þessi bíll mjög sportlegur í akstri og ekki sakar frábær S-tronic sjálfskiptingin sem ávallt velur réttan gír. Aksturseiginleikar þessa bíls eru í heild algjörlega til fyrirmyndar, hann er svo lipur að hann verður strax mikill vinur ökumanns. Honum má henda mjög hratt í beygjur og fer vel með. Vigt bílsins er furðu lítil vegna notkunar hástyrktarstáls og áls og því verða eiginleikarnir svo góðir og afl vélarinnar nýtist vel. Ef kvarta á yfir einhverju varðandi akstur þessa bíls er það lítil tilfinning fyrir stýrinu vegna ýmiss búnaður sem aðstoðar við stýringu bílsins. Fyrir vikið verður hún dulítið vélræn.Hitastýrð og tvívirk miðstöð.Besta vélin er ódýrustAudi A3 má fá í hinum ýmsu útfærslum og með nokkrum gerðum véla. Flestir bílablaðamenn eru sammála um skynsamasta valið sé einmitt á þeirri vél sem í reynsluaksturbílnum var, 1,4 TFSI bensínvélinni. Stingur það í stúf við marga aðra smærri bíla sem flestir velja með dísilvél, en hægkvæmni og gott afl þessarar vélar færir henni þennan stall. Einnig má fá 1,8 lítra TFSI bensínvél sem er 180 hestöfl og 300 hestafla Audi S3 sem notast við 2,0 lítra bensínvél. Dísilvélar í boði eru 1,6 lítra og 110 hestafla og 2,0 lítra og 150 hestafla en báðir kostir eru dýrari en 1,4 lítra bensínvélin. Reynsluakstursbíllinn, sem var sjálfskiptur er á kr. 5.290.000 en beinskiptur bíll með sömu vél er ódýrasta útfærslan á kr. 4.950.000. Audi A3 má svo bæði fá sem stallbak og sem hefðbundinn „sedan“ bíl, en það bauðst ekki fyrr en í fyrra. Stallbakinn má bæði fá 3 og 5 dyra og þann fyrrnefnda sem blæjubíl. Það er því um mikið að velja þegar kemur að kaupum á Audi A3, en mat greinarskrifara er að fallegasta útfærslan sé nýja „sedan“ útgáfa hans og blár eða rauður bíll yrði fyrir valinu.Audi A3 er flottur hvar sem á hann er litið.A3 telur fimmtung af sölu AudiFimmtungur af öllum Audi bílum sem seldir eru í heiminum eru af A3 gerð og víst er að titillinn „Besti bíll ársins í heiminum“ mun ekki minnka söluna á þessum gæðabíl. Í reynsluakstri á bílnum hefur lærst að hann á algerlega fyrir tilnefningu sinni og er einhvernveginn eins og svissneskur vasahnífur í þeim skilningi að hann er með allt, getur allt og gerir það frábærlega, auk þess að vera fallegur. Það þarf nefnilega engan aukvisa til að hljóta þessa eftirsóttu tilnefningu, sá bíll þarf að standa út úr fjöldanum og vera frábær í alla staði og hann stendur undir því. Audi A3 er í sístækkandi flokki smárra lúxusbíla þar sem margir kaupendur kjósa nú að minnka við sig í stærð bíla sinna án þess að fórna lúxusnum og fá hagkvæmni að auki. Þar hefur Audi nú tekið forystuna með þessum bíl og sett markið hátt.Kostir: Frábærir aksturseiginleikar, lítil eyðsla, falleg innréttingÓkostir: Lítið höfuðrými í aftursæti, lítil tilfinning í stýri 1,4 l. bensínvél, 140 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 8,4 sek. Hámarkshraði: 217 km/klst Verð: 5.290.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Reynsluakstur Audi A3 1,4 TFSI Það er ekki á hverjum degi sem lyklar eru afhentir af nýkrýndum bíl ársins í heiminum og þá vaknar sú spurning hvort hann eigi fyrir slíkri útnefningu. Lyklarnir gengu að fremur smávöxnum bíl frá þýska lúxusbílaframleiðandanum Audi, þ.e. Audi A3 með „sedan“ lagi. Þar fer ný þriðja kynslóð bílsins, en Audi A3 kom fyrst á markað árið 1996. Eins og títt er með bíla hefur A3 stækkað með hverri kynslóð og er hann ekki svo lítill bíll þó hann sé næstminnsti bíllinn í Audi fjölskyldunni, en A1 er minni. Eins og reyndar með alla aðra Audi bíla er A3 fallegur bíll. Hann er með grimman og sportlegan framenda, en sama hvar á hann er litið gleður hann augað. Síst tekur verra við er inn í hann er komið og enn og aftur sannar Audi það að innréttingar þeirra eru eitthvað sem aðrir bílaframleiðendur eiga að taka sér til fyrirmyndar. Yfir henni er stílhreinn klassi og smíðin óaðfinnanleg. Framsætin eru góður staður til að vera á, svo vitnað sé í slagorð eins af íslensku bílaumboðunum. Öðru gegnir um aftursætin og er það einn af fáum göllum þessa bíls, en þar komst greinarritari illa fyrir sökum lítils höfuðrýmis og eru þau eins og sköpuð einungis fyrir börn. Hreint fáranlegt er hinsvegar að sjá hversu mikið rými er í skotti þessa bíls og kemur það sannarlega á óvart.Fögur, stílhrein og vönduð innrétting, sem ávallt í Audi.GVALítil vigt eykur akstureiginleikaReynsluakstursbíllinn var með 1,4 lítra TFSI bensínvél með forþjöppu sem er 140 hestöfl. Eyðsla hans í blönduðum akstri er 4,7 lítrar og hjálpar þar til mögnuð tækni þar sem vélin slekkur á tveimur af fjórum strokkum vélarinnar sé afls þeirra ekki þörf. Afköst þessarar vélar er hreint mögnuð svo til allsstaðar á snúningssviðinu, nema þá helst á miklum snúningi. Fyrir vikið verður þessi bíll mjög sportlegur í akstri og ekki sakar frábær S-tronic sjálfskiptingin sem ávallt velur réttan gír. Aksturseiginleikar þessa bíls eru í heild algjörlega til fyrirmyndar, hann er svo lipur að hann verður strax mikill vinur ökumanns. Honum má henda mjög hratt í beygjur og fer vel með. Vigt bílsins er furðu lítil vegna notkunar hástyrktarstáls og áls og því verða eiginleikarnir svo góðir og afl vélarinnar nýtist vel. Ef kvarta á yfir einhverju varðandi akstur þessa bíls er það lítil tilfinning fyrir stýrinu vegna ýmiss búnaður sem aðstoðar við stýringu bílsins. Fyrir vikið verður hún dulítið vélræn.Hitastýrð og tvívirk miðstöð.Besta vélin er ódýrustAudi A3 má fá í hinum ýmsu útfærslum og með nokkrum gerðum véla. Flestir bílablaðamenn eru sammála um skynsamasta valið sé einmitt á þeirri vél sem í reynsluaksturbílnum var, 1,4 TFSI bensínvélinni. Stingur það í stúf við marga aðra smærri bíla sem flestir velja með dísilvél, en hægkvæmni og gott afl þessarar vélar færir henni þennan stall. Einnig má fá 1,8 lítra TFSI bensínvél sem er 180 hestöfl og 300 hestafla Audi S3 sem notast við 2,0 lítra bensínvél. Dísilvélar í boði eru 1,6 lítra og 110 hestafla og 2,0 lítra og 150 hestafla en báðir kostir eru dýrari en 1,4 lítra bensínvélin. Reynsluakstursbíllinn, sem var sjálfskiptur er á kr. 5.290.000 en beinskiptur bíll með sömu vél er ódýrasta útfærslan á kr. 4.950.000. Audi A3 má svo bæði fá sem stallbak og sem hefðbundinn „sedan“ bíl, en það bauðst ekki fyrr en í fyrra. Stallbakinn má bæði fá 3 og 5 dyra og þann fyrrnefnda sem blæjubíl. Það er því um mikið að velja þegar kemur að kaupum á Audi A3, en mat greinarskrifara er að fallegasta útfærslan sé nýja „sedan“ útgáfa hans og blár eða rauður bíll yrði fyrir valinu.Audi A3 er flottur hvar sem á hann er litið.A3 telur fimmtung af sölu AudiFimmtungur af öllum Audi bílum sem seldir eru í heiminum eru af A3 gerð og víst er að titillinn „Besti bíll ársins í heiminum“ mun ekki minnka söluna á þessum gæðabíl. Í reynsluakstri á bílnum hefur lærst að hann á algerlega fyrir tilnefningu sinni og er einhvernveginn eins og svissneskur vasahnífur í þeim skilningi að hann er með allt, getur allt og gerir það frábærlega, auk þess að vera fallegur. Það þarf nefnilega engan aukvisa til að hljóta þessa eftirsóttu tilnefningu, sá bíll þarf að standa út úr fjöldanum og vera frábær í alla staði og hann stendur undir því. Audi A3 er í sístækkandi flokki smárra lúxusbíla þar sem margir kaupendur kjósa nú að minnka við sig í stærð bíla sinna án þess að fórna lúxusnum og fá hagkvæmni að auki. Þar hefur Audi nú tekið forystuna með þessum bíl og sett markið hátt.Kostir: Frábærir aksturseiginleikar, lítil eyðsla, falleg innréttingÓkostir: Lítið höfuðrými í aftursæti, lítil tilfinning í stýri 1,4 l. bensínvél, 140 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 8,4 sek. Hámarkshraði: 217 km/klst Verð: 5.290.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent