Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 14:00 Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans segist fagna upplýstri umræðu um þessi málefni. Vísir/Hari Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“ Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar upplýstri umræðu um það hvort menn sem hafi kynmök við aðra karlmenn megi gefa blóð. Hann segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um þetta í gildi. Þá vísar hann til þeirrar „umdeildu reglu heilbrigðisyfirvalda víða um heim að ekki skuli leyfa blóðgjöf karls sem hefur haft mök við annan karlmann (MSM).“ Í tilkynningu frá Sveini vill hann koma á framfæri nokkrum atriðum sem hann segir oft koma upp í hugann þegar þessi mál ber á góma. „Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sem einungis sé í gildi á Íslandi.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að þetta sé sérstök regla sett af Blóðbankanum eða starfsfólki hans.“Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið snúist um það að leyfa eða leyfa ekki blóðgjöf MSM. Hann segir heilbrigðisyfirvöld einstaka landa hafa liðkað til um reglur í þessu tilliti, en aldrei með þeim hætti að leyfa blóðgjöf allra MSM. Fremur hefur verið leyfð blóðgjöf þeirra sem ekki hafa haft mök við annan karlmann í eitt og hálft eða tíu ár. Það sé mismunandi eftir löndum.„Okkur sem vinnum í Blóðbankanum þykir miður þegar gefið er í skyn að málið sé einfalt, „klippt og skorið“. Þetta mál er flókið viðfangsefni; það varðar marga aðila, einstaklinga, hópa, stofnanir, félagasamtök; málið er viðkvæmt, það varðar málefni sem vert er að gefa mikla athygli og sýna mikla virðingu í umræðunni. Vert er að gefa sér góðan tíma og gott tóm til þessarar umræðu, forðast fyrirsagnir, fullyrðingar og sleggjudóma. Á báða bóga.“ Hann segist fagnað upplýstri umræðu um þessi málefni og því hafi starfsfólk Blóðbankans kappkostað við að gera fræðsluefni um þetta málefni aðgengilegt á heimasíðunni blodbankinn.is. „Það er erfitt að ræða þessi mál og styðjast við stóryrtar fyrirsagnir eða harðsoðnar niðurstöður í fáum orðum. Fjölbreytt og gefandi umræða í fjölmörgum löndum um þessi mál getur verið okkur mikilvæg fyrirmynd.“
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira